ÍS­LEND­ING­AR ELSKA JÓLAPEYSUR OG NÚ MEGA ÞEIR HEITA Á ÞÆR OG STYRKJA GOTT MÁLEFNI

BARNAHEILL KYNNIR Jólapeys­an hef­ur hald­ið inn­reið sína á Íslandi og ef marka má áhuga fólks á fyr­ir­bær­inu er hún kom­in til að vera. Þó svo að ekki sé auð­velt að verða sér úti um jólapeysur í versl­un­um á Íslandi virð­ast marg­ir hafa út­veg­að sér peys­ur fyr­ir

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Jólapeys­an er fjár­öfl­un­ar­verk­efni Barna­heilla – Sa­ve the Children á Íslandi sem hófst form­lega í lok októ­ber. Í fyrstu var áhersla átaks­ins því lögð á hvernig fólk gæti út­bú­ið eða prjón­að jólapeysur þar sem þær voru ill­fá­an­leg­ar. Nú leggja sam­tök­in hins veg­ar áherslu á að fólk styðji verk­efni þeirra með áheit­um á jolapeys­an.is.

JÓLAPEYS­AN.IS

Fjöldi fólks hef­ur skráð sig til leiks á jolapeys­an.is og kenn­ir þar ým­issa grasa. Mörg kunn­ug­leg and­lit hafa lagt söfn­un­inni lið og á síð­unni er að finna frum­leg­ar út­gáf­ur af peys­um auk þess sem stund­um fylgja skemmti­leg­ar sög­ur af til­urð þeirra eða við­burð­um í tengsl­um við jólapeysur.

„Sjón er sögu rík­ari,“seg­ir Erna Reyn­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Barna­heilla. „Það er frá­bært að sjá hvað þjóð­in hef­ur tek­ið vel við sér í jólapeysu­átak­inu og það eru ótrú­lega marg­ir bún­ir að kaupa sér peys­ur á net­inu, prjóna peys­ur eða skreyta gaml­ar peys­ur. Þetta virð­ist virka vel fyr­ir Ís­lend­inga og það eru jólapeysup­artí úti um all­an bæ. Nú vilj­um við minna fólk á að láta þess­ar skemmti­legu jólapeysur skila sér með áheit­um og styrkja þannig verk­efni okk­ar í þágu barna,“seg­ir hún.

Hægt er að skrá sig á jolapeys­an.is og hvetja vini og ætt­ingja að heita á sig, til dæm­is með því að deila á Face­book. „En svo er líka bara gam­an að skoða hinar ýmsu út­gáf­ur á áheita­vefn­um og velja þá peysu, ein­stak­linga eða hópa sem mað­ur vill heita á,“seg­ir Erna.

BARNAFÁTÆK­T Á ÍSLANDI

Áheita­söfn­un­in renn­ur með­al ann­ars í verk­efni Barna­heilla sem snýr að barnafátæk­t og vit­und­ar­vakn­ingu varð­andi stöðu barna sem búa við fá­tækt á Íslandi. Sam­kvæmt sam­an­tekt sam­tak­anna úr ís­lensk­um rann­sókn­um og töl­um Hag­stofu Ís­lands búa nú tæp­lega níu þús­und börn við fá­tækt á Íslandi. Sam­tök­in hafa í við­töl­um við börn í þess­ari stöðu með­al ann­ars skoð­að hvaða áhrif fá­tækt hef­ur á and­lega líð­an þeirra.

„Okk­ur finnst af­ar mik­il­vægt að vekja at­hygli á stöðu fá­tækra barna á Íslandi nú rétt fyr­ir jólin, en á næstu mán­uð­um mun­um við leggja áherslu á að vinna að og þrýsta á um bætt­an hag þeirra,“seg­ir Erna.

LJÓTAR JÓLAPEYSUR

Það hef­ur gjarn­an loð­að við jólapeysur að þær séu ljótar og eigi einna helst heima í ljótupeysu­keppn­um. Fyrst fór að bera á vin­sæld­um jólapeysa í Banda­ríkj­un­um og á Bretlandi á ní­unda ára­tugn­um þeg­ar þekkt­ir ein­stak­ling­ar klædd­ust þeim í sjón­varpi. Þá þótti jólapeys­an fal­leg, en tísku­straum­ar höfðu þau áhrif að hún fór að þykja ljót og síð­ustu tvo ára­tugi hef­ur jólapeys­an ver­ið í tísku­út­legð, en er nú að ná aft­ur vin­sæld­um.

Mörg fyr­ir­tæki eru með ljótupeysu­daga og jólapeys­an hef­ur tengst þeim. „En þetta eru skemmti­leg­ar peys­ur og sum­ar gull­fal­leg­ar og mik­ið í þær lagt. Og okk­ur finnst gam­an að því að hafa nán­ast inn­leitt þenn­an skemmti­lega sið á Íslandi,“seg­ir Erna að lok­um og minn­ir á áheita­vef­inn og teng­ingu jólapeys­unn­ar við verk­efni í þágu barna.

MYND/GVA

JÓLAPEYSUK­ONUR Erna Reyn­is­dótt­ir er hér fremst í flokki fríðra fljóða frá Barnaheill. Með henni á mynd­inni eru Þóra Jóns­dótt­ir lög­fræð­ing­ur, Sig­ríð­ur Guð­laugs­dótt­ir verk­efna­stjóri og Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, verk­efna­stjóri inn­lendra verk­efna. Þær eru...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.