TVEGGJA VIKNA SKÖTUVEISL­A

SJÁVARBARI­NN KYNNIR Hin ár­lega skötuveisl­a á Sjáv­ar­barn­um við Gr­anda­garð stend­ur í þrett­án daga þetta ár­ið. Ís­lend­ing­ar eru vit­laus­ir í kæsta skötu.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Ídag kynd­ir Magnús Ingi Magnús­son und­ir skötupott­un­um á Sjáv­ar­barn­um og þar með hefst ár­leg skötuveisl­a hans sem marg­ir bíða eft­ir með eft­ir­vænt­ingu. Hann og hans fólk stend­ur svo yf­ir pott­un­um þar til all­ir eru orðn­ir mett­ir á Þor­láks­messu­kvöld.

„Fólk er sólg­ið í sköt­una og við höf­um því sí­fellt ver­ið að færa okk­ur fram­ar í des­em­ber,“seg­ir Magnús Ingi og full­yrð­ir að bæði sjó­að fólk og við­van­ing­ar fái skötu við sitt hæfi, en hann verk­ar hana sjálf­ur. „Við bjóð­um upp á mis­kæsta skötu – milda, miðl­ungs og sterka – kæsta tinda­bykkju, hefð­bundna skötu­stöppu og einnig nýmóð­ins með hvít­lauk, salt­fisk, plokk­fisk, síld­ar­rétti, graf­inn lax og karfa og fjöl­breytt með­læti. Þar ber kannski hæst sér­verk­að­an hnoð­mör frá Haf­steini bónda Guð­munds­syni í Flat­ey, sá sterk­ari er fiðr­að­ur sem kall­að er.“

Hefð­bund­ið sjáv­ar­rétta­hlað­borð vík­ur fyr­ir sköt­unni á kvöld­in frá og með 11. des­em­ber en í há­deg­inu er hægt að panta sér skötu. Föstu­dag­inn 20. des­em­ber tek­ur skat­an svo öll völd og verð­ur á hlað­borði frá kl. 11.30 þann dag, laug­ar­dag­inn 21., sunnu­dag­inn 22. og á Þor­láks­messu. Stærri hóp­ar þurfa að panta borð og ein­stak­ling­ar og minni hóp­ar ættu að hafa það í huga fyr­ir Þor­láks­messu og helg­ina á und­an.

Verð­ið á sköt­unni er í lág­marki, 2.800 kr. á mann, en nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á vef Sjáv­ar­bars­ins, sja­var­bar­inn.is.

MYND/GVA

ILMANDI SKATA Skata með öllu til­heyr­andi á Sjáv­ar­barn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.