GULLNA LAND­IÐ

ÆVINTÝRALA­ND Gull­in hlið Búrma lok­uð­ust ferða­mönn­um 1962. Þau hafa nú opn­ast á ný og fyrsti hópur ís­lenskra ferða­langa held­ur til Búrma í mars.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Búrma er dulúð­ugt og ægifag­urt ævintýrala­nd með lit­ríkt og sér­stætt mann­líf,“seg­ir far­ar­stjór­inn Inga Ragn­ars­dótt­ir, sem í byrj­un mars ætl­ar með fyrsta hóp Ís­lend­inga til Búrma, eða My­an­mar, eins og land­ið heit­ir nú.

Búrma var eitt af rík­ustu og fram­sækn­ustu lönd­um Aust­urAs­íu fram til árs­ins 1962 að póli­tísk harð­stjórn ein­angr­aði land­ið nær full­kom­lega fyr­ir vest­ræn­um áhrif­um.

„Margt fram­andi ber fyr­ir vest­ræn augu í Búrma,“seg­ir Inga. „Rík­istrú er búdd­ismi og hefð fyr­ir því að hver og einn karl eyði að minnsta kosti einu ári í klaustri á lífs­leið sinni. Hvarvetna má sjá munka ganga um betlandi með skál­ar sín­ar en þeir lifa á mat­ar­gjöf­um al­menn­ings. Á sama tíma eru þeir ákaf­lega sterkt afl í Búrma og hafa með­al ann­ars stað­ið fyr­ir frið­sam­leg­um mót­mæl­um gegn her­stjórn­inni.“

Inga seg­ir eng­an per­sónu­gera Búrma bet­ur en hand­hafa frið­ar­verð­launa Nó­bels, Aung San Suu Kyi, sem er heims­byggð­inni ógleym­an­leg fyr­ir mikla per­sónutöfra og hóg­værð.

„Aung San Suu Kyi er tákn Búrma og fyr­ir­mynd frið­arsinna líkt og Nel­son Mand­ela varð eft­ir að hann losn­aði úr fang­elsi. Hún losn­aði úr fimmtán ára stofufang­elsi 2010 og fékk frið­ar­verð­laun Nó­bels 1991 en fékk þá ekki að taka á móti þeim inni­lok­uð í stofufang­elsi.“

NÁÐ Í SKOTTIÐ Á GAMLA TÍMANUM

Búrma opn­að­ist um­heim­in­um að nýju fyr­ir þrem­ur ár­um og Inga hlakk­ar mik­ið til að skoða menn­ing­ar­minj­ar, land og þjóð.

„Nátt­úra Búrma er stór­kost­lega fög­ur og gróð­ur­sæld­in mik­il og sér­stæð. Til dæm­is vaxa þar um 250 teg­und­ir orkídea og 500 trjá­teg­und­ir. Við för­um að Shwedagon, gullslegnu hofi í Rang­ún, skoð­um vatna­þorp á hinu fagra Inle-vatni í Shna-fjalla- hér­aði, 3.000 hofa-slétt­una í Bag­an og ferð­umst um sveit­ir Búrma í lest, hjóla­vögn­um og bát­um,“seg­ir Inga, sem hlakk­ar mest til að fara á eld­fjall­ið Popa.

„Popa er kuln­að eld­fjall og einn helg­asti stað­ur Búrma. Þang­að má ekki fara í skóm og því göng­um við ber­fætt upp tröpp­ur fjalls­ins. Síð­ustu dag­ana dvelj­um við svo í Mandalay, síð­ustu keis­ara­borg­inni sem féll þeg­ar breska heimsveld­ið tók völd­in um miðja nítj­ándu öld í „Gullna land­inu“, eins og Búrma er oft nefnt,“upp­lýs­ir Inga sem hvet­ur ferða­langa til að upp­lifa töfra Búrma áð­ur en vest­ræn áhrif ná að breyta þar takti mann­lífs og menn­ing­ar.

„Nú er ein­stakt tæki­færi að upp­lifa and­stæð­ur Búrma í sam­an­burði við efn­is­hyggj­una sem ein­kenn­ir líf Vest­ur­landa. Að sumu leyti er það eins og að kom­ast aft­ur í tím­ann en allt á það eft­ir að breyt­ast hratt. Margt í Búrma nú­tím­ans er fornt og upp­runa­legt, eins og hand­verk og list­ir, og ein­stakt að verða vitni að því hvernig land­bún­að­ur og fisk­veið­ar eru stund­uð með sama hætti og fyr­ir hundruð­um ára í Búrma.“

Bænda­ferð­ir sjá um skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Búrma. Bóka þarf sæti í ferð­ina fyr­ir lok árs. Sjá nán­ar á www.baenda­fer­d­ir.is

thord­[email protected]

POPA Eld­fjall­ið Popa er einn helg­asti stað­ur Búrma.

MUNKAR Barn­ung­ir munkar að til­biðja búddalíkn­eski.

SHWEDAGON Gulls­leg­ið Shwedagon­hof­ið er með­al áfanga­staða í Búrma.

MYND/STEFÁN

TILHLÖKKUN Inga Ragn­ars­dótt­ir verð­ur far­ar­stjóri í ferð­inni til Búrma og hlakk­ar mik­ið til.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.