TURNINN HELD­UR KIRKJUNNI OPINNI

HORFT YF­IR BORGINA Um hálf millj­ón gesta heim­sæk­ir Hall­gríms­kirkju ár­ið 2013 og yf­ir hundrað þús­und þeirra fara upp í turninn til að berja borgina aug­um frá nýju og skemmti­legu sjón­ar­horni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Fjölg­un­ar ferða­manna gæt­ir víða. Til að mynda í Hall­gríms­kirkju sem er orð­inn fast­ur við­komu­stað­ur túrista í borg­inni en turn kirkj­unn­ar nýt­ur einnig sí­auk­inna vin­sælda. „Ár­ið 2011 borg­uðu um 80 þús­und gest­ir sig upp í turninn, í fyrra fóru 96 þús­und upp í turninn og fyrsta októ­ber á þessu ári höfðu 100 þús­und gest­ir þeg­ar skoð­að út­sýn­ið það­an. Við ger­um því ráð fyr­ir rúm­lega hundrað þús­und gest­um þetta ár­ið,“seg­ir Jón­anna, Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hall­gríms­kirkju, en mið­að er við þá þum­al­fing­ur­reglu að um fjórð­ung­ur af gest­um kirkj­unn­ar fari upp í turninn. „Gest­ir Hall­gríms­kirkju þetta ár­ið verða því lík­lega um hálf millj­ón,“upp­lýs­ir hún.

Flest­ir gest­ir kirkj­unn­ar koma til að skoða kirkj­una sjálfa, í helgi­hald og ekki síst til að hlýða á tón­leika, en í kirkjunni er hald­inn fjöldi tón­leika sem ferða­menn sækja í. „Sér­stak­lega á sumr­in þeg­ar við er­um með það sem kall­ast Al­þjóð­legt org­el­sum­ar, en þá er­um við með fjóra konserta á viku,“seg­ir Jón­anna og bæt­ir við að há­degis­tón­leik­arn­ir, sem séu að­eins hálf­tími að lengd, mæl­ist mjög vel fyr­ir með­al ferða­manna. „Fólk vill upp­lifa org­el­ið og tónlist í kirkjunni en nenn­ir ekki að eyða of mikl­um tíma í það,“seg­ir hún.

Dá­góð­ar tekj­ur fást af turn­ferð­um ferða­mann­anna, að sögn Jó­hönnu. „Turninn held­ur kirkj­unn­inni opinni enda eru fæst­ar kirkj­ur sem eru opn­ar frá 9 til 17 alla daga, og frá 9 til 21 á sumr­in, eins og við,“seg­ir hún en tek­ur þó fram að tekj­urn­ar fari í launa­kostn­að og við­hald á turni og kirkju.

DÁST AÐ SNÆFELLSJÖ­KLI

Hreið­ar Ingi Þor­steins­son kirkju­vörð­ur hitt­ir marga þá sem upp­lifa út­sýn­ið úr turni Hall­gríms­kirkju. „Fólk er yfirleitt mjög ánægt þeg­ar það kem­ur nið­ur. Það minn­ist sér­stak­lega á Snæ­fells­jök­ul sem því þyk­ir of­boðs­lega fal­leg­ur, sér­stak­lega þeg­ar sól­in er að setj­ast og jök­ul­inn ber við him­in­inn,“seg­ir Hreið­ar Ingi en fólk nefn­ir einnig hve gam­an sé að sjá borg­ar­ljós­in og fjöll­in í bak­sýn. Þá minn­ist fólk oft á lita­dýrð hús­anna í 101. „Fólk spyr okk­ur kirkju­verð­ina mik­ið út í það sem fyr­ir augu ber. Það er hissa á þess­ari hálfu Perlu og vill vita meira. Ég reyni að svara eft­ir bestu getu,“seg­ir hann bros­andi og bæt­ir við að kirkj­an breyt­ist á stund­um í hálf­gerða túristamið­stöð. „Þeg­ar fólk er kom­ið á spjall við mann fer það að spyrja meira. Marg­ir segj­ast þá vera í borg­inni í einn til þrjá daga og vilja fá ráð­legg­ing­ar um hvað sé skemmti­leg­ast að skoða með­an á dvöl­inni stend­ur.“Hreið­ar Ingi seg­ir marga koma sér­stak­lega til að fara upp í turninn enda séu marg­ir ferða­menn með hand­bæk­ur sem til­taki turninn sem áfanga­stað, hvað kosti í hann og hvenær hann sé op­inn. Aðr­ir komi til að skoða kirkj­una og ákveði í fram­hald­inu að fara upp í turninn. „Marg­ir taka við sér þeg­ar þeir heyra að hægt sé að taka lyftu upp,“seg­ir Hreið­ar Ingi glett­inn. Gest­ir turns­ins eru þó mis­jafn­ir eins og gengur og ger­ist. „Ég man eft­ir því þeg­ar við­gerð­irn­ar á turn­in­um stóðu yf­ir. Þá urð­um við að loka fyr­ir út­sýn­ið til þriggja átta og því að­eins hægt að horfa í eina átt. Nokkr­ir Þjóð­verj­ar sem höfðu borg­að sig inn komu frem­ur óánægð­ir aft­ur nið­ur úr turn­in­um og kröfð­ust þess að fá end­ur­greidda þrjá fjórðu hluta gjalds­ins, og við gerð­um það,“seg­ir Hreið­ar Ingi og hlær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.