JÓLAKJÓLUM

Jóla­kjóll­inn á að vera rauð­ur ef marka má hversu vin­sæll sá lit­ur virð­ist vera um þess­ar mund­ir. Hér eru nokkr­ar þekkt­ar kon­ur sem hafa mætt í rauðu á hinar ýmsu at­hafn­ir síð­ustu daga.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Mariah Carey tróð upp í Rocke­fell­er Center þeg­ar kveikt var á hinu fræga jóla­tré í mið­bæ New York. Mariah kom fyrst fram í rauð­um kjól en skipti síð­an yf­ir í hvít­an. Mariah Carey, sem er 43 ára, vakti mikla at­hygli fyr­ir þenn­an jóla­lega klæðn­að. Við rauða kjól­inn bar hún svarta hanska. Með söng­kon­unni á svið­inu var dans­hóp­ur sem klædd­ist eins og álf­ar og þótti at­rið­ið vel heppn­að.

Jóla­tréð í Rocke­fell­er Center þyk­ir eitt hið feg­ursta í heimi og Banda­ríkja­menn, sem ekki eru á staðn­um, geta fylgst með há­tíð­inni í beinni út­send­ingu í sjón­varp­inu. Það var borg­ar­stjór­inn í New York, Michael Bloom­berg, sem kveikti á trénu sem skart­ar LED-ljós­um og stjörnu úr Sw­arovski-stein­um. Risajóla­tré hef­ur ver­ið sett upp fyr­ir hver jól í Rocke­fell­er Center frá ár­inu 1933.

Það eru fleiri þekkt­ar kon­ur sem mæta rauð­klædd­ar á mann­fagn­aði þessa dag­ana. Reynd­ar eru þær óvenju marg­ar, kon­urn­ar sem skarta rauðu nú á að­vent­uWnni. Eins og sjá má á mynd­un­um klæð­ast þær rauð­um kjól­um við hin ýmsu til­efni og oft er eitthvað svart haft með.

Kjól­arn­ir eru spari­leg­ir en ólík­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.