GÓI KYNNIR Á JÓLA­TÓN­LEIK­UM SINFÓ

Jóla­tón­leik­ar Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar eru gríð­ar­lega vin­sæl­ir og marg­ar fjöl­skyld­ur láta þá aldrei fram hjá sér fara. Jólin koma með Sinfó.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Mik­ið er lagt upp úr þess­um tón­leik­um sem höfða til allra ald­urs­hópa. Há­tíð­leik­inn er í fyr­ir­rúmi og leik­in eru sí­gild jóla­lög auk þess sem börn og ung­ling­ar fá tæki­færi til að sýna hæfi­leika sína.

Að þessu sinni verð­ur Gói kynnir á tón­leik­un­um. Ung­ir trom­pet­leik­ar­ar þeyta lúðra sína með glæsi­legu lagi Ís­lands­vin­ar­ins Leroys And­er­son og nem­end­ur List­d­ans­skóla Ís­lands túlka Dans snjó­korn­anna úr hinum sí­vin­sæla ball­ett Tsjaj­kovskíjs, Hnotu­brjótn­um. Ein­söngv­ar­ar jóla­tón­leik­anna, Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir og Kol­brún Völku­dótt­ir, ásamt kór­stúlk­um úr Lang­holts­kirkju og Vox Sign­um, flytja úr­val inn­lendra og er­lendra jóla­laga sem koma öll­um í sann­kall­að há­tíð­ar­skap.

Í lok tón­leik­anna sam­ein­ast gest­ir í sal flytj­end­um og syngja Heims um ból með bjöllu­kór Tón­list­ar­skóla Reykja­nes­bæj­ar sem hring­ir inn jólin. Það verð­ur há­tíð­leg jóla­stemn­ing í Eld­borg um helg­ina.

SINFÓNÍUHL­JÓMSVEIT ÍS­LANDS Jóla­tón­leik­ar verða á laug­ar­dag og sunnu­dag.

GÓI Að þessu sinni verð­ur Gói, Guð­jón Davíð Karls­son, kynnir á hinum vin­sælu jóla­tón­leik­um Sin­fon­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.