SYNGJA Í KRING­UM LAND­IÐ

Söngv­ar­arn­ir Greta Salóme, Frið­rik Óm­ar, Heiða Ól­afs og Jógv­an Han­sen hafa ver­ið á ferð um land­ið með jóla­tón­leika sem þau kalla Jólin eru alls stað­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Tón­leik­arn­ir eru í kirkj­um lands­ins en í dag verða þau í Egils­staða­kirkju kl. 20, á morg­un kl. 16 í Norð­fjarð­ar­kirkju og í Kirkju- og menn­ing­ar­mið­stöð­inni á Eski­firði kl. 21. Á sunnu­dag troða þau síð­an upp í Skál­holts­kirkju kl. 15 og í Sel­foss­kirkju kl. 21.

Þetta er í fjórða sinn sem Frið­rik Óm­ar ferð­ast um land­ið á að­vent­unni og hann seg­ir að það sé ákaf­lega skemmti­legt og gef­andi. Hann er í fyrsta skipti með þess­um hópi. „Okk­ur hef­ur ver­ið mjög vel tek­ið á öll­um stöð­um. Það mynd­ast mjög góð stemn­ing þar sem við kom­um fram og fólk er þakk­látt fyr­ir svona jóla­tón­leika á að­vent­unni,“seg­ir Frið­rik Óm­ar. „Mað­ur hef­ur stund­um lent í því að vera veð­urteppt­ur eða ekki kom­ist á stað­inn en núna hef­ur færð­in ekk­ert spillt ferða­lag­inu. Við syngj­um að­al­lega jóla­lög, göm­ul og ný, en síð­an flyt ég Fað­ir vor, eins og ég geri á plötu minni,“seg­ir Frið­rik Óm­ar enn frem­ur.

Efn­is­skrá­in er há­tíð­leg en í senn skemmti­leg og því til­val­in fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Auk þeirra koma fram barnakór­ar frá hverj­um stað fyr­ir sig.

MYND/GVA

GÓÐUR HÓPUR Jógv­an og Frið­rik Óm­ar fara um land­ið og syngja jóla­lög með þeim Gretu Salóme og Heiðu Ól­afs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.