HAMINGJA KVENNA

KÆRLEIKUR Ragn­heið­ur Ólafs­dótt­ir er Lalla Lauf­dal; kristni­boði og prest­ur með áherslu á heil­brigð sam­skipti kynj­anna. Hún seg­ir hjóna­band­ið heil­agt.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

g er op­in með mína trú og hef ekk­ert að fela. Ég er með þetta prests­hjarta og lang­ar að þjóna og hjálpa öðr­um,“seg­ir Lalla sem tók lif­andi trú þeg­ar hún varð 25 ára og hélt ut­an til Banda­ríkj­anna þar sem hún lauk meist­ara­prófi í guð­fræði. Að námi loknu starf­aði Lalla sem prest­ur í Boð­un­ar­kirkj­unni en vinn­ur nú við kristi­lega sam­skipta­þjálf­un og para­ráð­gjöf.

„Í sögu heims­ins hef­ur aldrei ver­ið jafn mik­ið um hjóna­skiln­aði og nú. Af öll­um skiln­uð­um sem fram fara sækja kon­ur í 85 pró­sent til­vika um skiln­að vegna þess að þær fá ekki til­finn­inga­lega svör­un í hjóna­bandi sínu og finnst mað­ur­inn ekki skilja sig,“seg­ir Lalla sem hef­ur rann­sak­að sam­skipti kynj­anna í ára­fjöld og hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir pistla sína um sam­skipti kynj­anna og kristna trú á YouTu­be.

„Marg­ir eiga mjög brot­ið líf vegna erfiðra sam­skipta í hjóna­bandi og sam­bönd­um og sjálf hef ég upp­lif­að skiln­að sem var sárs­auka­fyllsta reynsla sem ég hef geng­ið í gegn­um. Því veit ég af eig­in reynslu að per­sónu­legt líf og hjóna­band skipt­ir mestu í dag­legri til­veru fólks og þeg­ar það tvennt er ekki í lagi þýð­ir lítt að pré­dika um ann­að. Það er hjart­að sem þarf að vera heilt,“seg­ir Lalla.

SYNDIR HAFA ÁHRIF

Lalla er dótt­ir Ól­afs Lauf­dal og Krist­ín­ar Ket­ils­dótt­ur sem ráku skemmti­stað­ina Hollywood, Broadway og Hótel Ís­land á ár­um áð­ur.

„Ég byrj­aði fjór­tán ára að vinna á skemmti­stöð­um for­eldra minna og lærði til þjóns. Á sama tíma var ég sak­laus ung­ling­ur og óneit­an­lega sér­stakt að eiga mest­allt líf sitt inni á skemmti­stöð­um. Ég er þakk­lát fyr­ir þá lífs­reynslu; ég full­orðn­að­ist við það að mörgu leyti, lærði að taka ábyrgð og sá inn í heim full­orð­inna sem var mik­ill skóli,“seg­ir Lalla sem var mjög trú­uð á æsku­ár­un­um.

„Þeg­ar unglings­ár­un­um sleppti var ég and­lega leit­andi og sótti mik­ið til miðla og spá­kvenna. Síð­ar fann ég sterka þörf til að snúa mér að Bi­blí­unni og fór á Bi­bl­íu- nám­skeið þar sem ég heill­að­ist af boð­skap henn­ar, var til­bú­in og hef ekki snú­ið aft­ur.“

Lalla seg­ir trúna vera þröng­an veg að feta.

„Marg­ir halda að syndir þeirra hafi eng­in áhrif. Dæmi um slíkt er fram­hjá­hald sem marg­ir halda að kom­ist ekki upp en þeg­ar upp er stað­ið eyði­legg­ur það sál­ina og gref­ur und­an per­sónu­leik­an­um, hjóna­band­inu, fjölskyldu­nni og öllu öðru. Lausn­in felst í að við­ur­kenna synd­irn­ar og vinna með hjart­að. Í dag eru marg­ir upp­tekn­ir í lík­ams­rækt en ég vinn með til­finn­inga­legt heil­brigði og finnst tími til kom­inn að sinna sál­inni líka, skoða hvað þar er að gerast og af hverju svo mörg­um líð­ur illa.“

KYNLÍF LÍMIR EKKI KARLA

Löllu er um­hug­að um vel­ferð kvenna.

„Kon­ur eru mikl­ar til­finn­inga­ver­ur með flögrandi til­finn­ing­ar á með­an karl­ar setja til­finn­ing­ar sín­ar í box. Þær leita að til­finn­inga­legri ná­lægð við karl­menn en þeg­ar þær ná ekki að heilla þá til­finn­inga­lega nota þær lík­ama sinn sem lím og bjóða hon­um kynlíf í trú um að gott kynlíf haldi mann­in­um hjá þeim. Það gæti ekki ver­ið meiri mis­skiln­ing­ur því karl­menn tengja ekki kynlíf og til­finn­ing­ar sam­an til að byrja með. Þeir geta feng­ið full­komna út­rás í kyn­lífi án þess að vera ást­fangn­ir en þeg­ar kona stund­ar kynlíf með karli ger­ist eitthvað efna­fræði­legt hjá henni, hún fell­ur fyr­ir hon­um og verð­ur til­finn­inga­lega háð hon­um,“seg­ir Lalla og legg­ur til að kon­ur reyni að tengj­ast körl­um til­finn­inga­lega til að fá þá að­dá­un og virð­ingu sem þær eiga skil­ið.

„Það er hag­stætt fyr­ir karla að geta feng­ið ódýrt kynlíf og labba svo burt á þeim for­send­um að þeir séu ekki til­bún­ir í sam­band. Því segi ég að kon­ur eigi ekki að gefa kynlíf nema samn­ing­ur sé á borð­inu og hjóna­band í vænd­um. Kon­ur vita líka að kynlíf er ekki svar­ið. Þær þurfa að heiðra eig­in til­finn­ing­ar og fyrst þá eru þær komn­ar með gullpálm­ann í hend­ur því all­ir karl­menn vilja vera með þannig konu.“

Að sögn Löllu er til­finn­inga- heim­ur karla og kvenna gjör­ólík­ur.

„Mesti mis­skiln­ing­ur á milli kynja er að kon­ur koma fram við karla eins og þeir séu kon­ur og karl­ar við kon­ur eins og þær séu karl­ar. Mörg hjón eru gift í ára­tugi en tala aldrei sam­an því þau kunna ekki að nálg­ast hvort ann­að. Kyn­in eru tvö með ólíka til­finn­inga­lega tján­ingu og hana þarf að kenna. Líf­ið er gott þeg­ar mað­ur á í ástar­sam­bandi sem gef­ur til­finn­inga­lega svör­un en marg­ir fá ekki þann skiln­ing hjá mök­um sín­um og eru því rosa­lega einmana, ekki síst karl­ar. Kon­ur nota vin­kon­ur sín­ar og hætta að tala við menn­ina en það er mjög mis­ráð­ið því helg­ast af öllu er hjóna­band­ið og þar á mesta nánd­in að vera.“

DROTTNING Í STAÐ BETLARA

Lalla er jafn­rétt­issinni en seg­ir kon­ur þurfa að leyfa sér að vera kon­ur.

„Við þurf­um að hætta að vera töff og senda í stað­inn út skila­boð um að við sé­um kon­ur og það eigi að koma fram við okk­ur eins og kon­ur. Kon­ur geta allt sem þær vilja en geta aldrei orð­ið eins og karl­ar. Þær eru ham­ingju­sam­ar þeg­ar þær leyfa karl­in­um að vera leið­tog­inn á heim­il­inu. Þeg­ar hann er sterk­ur nýt­ur hann virð­ing­ar og þær lað­ast meira að hon­um kyn­ferð­is­lega. Á móti missa þær virð­ingu fyr­ir körl­um þeg­ar þær ná að sveigja þá, stjórna, skipa og stýra. Með þessu er ég ekki að segja kon­um að vera und­ir­gefn­ar og hlýðn­ar og í raun hjálpa ég körl­un­um frek­ar að vera ekki of und­ir­gefn­ir því kon­ur taka alls stað­ar stjórn­ina.“

Lalla seg­ist þakk­lát fyr­ir að hafa átt þátt í að bjarga hjóna­bönd­um og sam­bönd­um og upp­lifa þeg­ar kona breyt­ist úr því að hafa brotna sjálfs­mynd yf­ir í að líða sem drottn­ingu.

„Ef kona gef­ur sig ódýrt og betl­ar ást ein­hvers er hún lít­ið ann­að en betl­ari. Hún þarf að læra að vera drottning og þá kem­ur rétti mað­ur­inn til henn­ar.“

Fróð­leik­ur og upp­lýs­ing­ar um nám­skeið og ráð­gjöf Löllu Lauf­dal er á Face­book, und­ir Sam­skipta­formúl­an og Að­drátt­ar­afl kvenna.

MYND/DANÍEL

FJÖLSKYLDU­KONA Um helg­ina ætl­ar Lalla að sinna jó­laund­ir­bún­ingi heima og njóta lífs­ins með þrem­ur son­um sín­um. Í kvöld er spila­kvöld hjá fjölskyldu­nni með bróð­ur Löllu og hans fjöl­skyldu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.