KALKÚNNINN STEIKTUR

JÓL Kalk­únn er ein­fald­ari í eld­un en marga grun­ar. Hér eru nokkr­ar grunn­leið­bein­ing­ar sem gott er að styðj­ast við í elda­mennsk­unni.

Fréttablaðið - FÓLK - - JÓLIN -

Best er að þíða kalk­ún­inn í kæli en það get­ur tek­ið tvo til fjóra sól­ar­hringa. Ekki sak­ar að geyma fugl­inn ófros­inn í kæli í tvo til þrjá daga til að leyfa kjöt­inu að brjóta sig. Þá þarf hins veg­ar að gæta þess að opna um­búð­irn­ar og fjar­lægja inn­mat­inn sem er í poka inni í fugl­in­um. Inn­mat­ur­inn er síð­ar steiktur og soð­ið not­að í sósu.

RÍFLEG FYLLING

Al­geng­ast er að fylla kalk­ún en það er ekki nauð­syn­legt. Hér er að­ferð við að elda fyllt­an kalk­ún en ekki verð­ur far­ið í fyll­ing­una sjálfa enda úr­val upp­skrifta mik­ið og hver og einn vel­ur fyll­ingu eft­ir eig­in smekk. Fyll­ing­una má út­búa dag­inn áð­ur og geyma í kæli og einnig er hægt að út­búa sum­ar teg­und­ir fyll­inga enn þá fyrr og geyma í frysti. Gott er að út­búa ríf­leg­an skammt af fyll­ingu og baka það sem ekki fer í fugl­inn í ofn­föstu formi í 40-50 mín­út­ur og bera síð­an fram með öðru með­læti.

EKKI TROÐFYLLA FUGL­INN

Áð­ur en fugl­inn er fyllt­ur þarf að hreinsa hann, þerra og nudda með hálfri sítr­ónu að ut­an og inn­an. Fyll­ing­in skal sett bæði inn í kalk­ún­inn og und­ir skinn­ið á háls­in­um. Byrj­að er að losa háls­skinn­ið að fram­an með fingr­un­um og setja væn­ar smjörklíp­ur und­ir skinn­ið áð­ur en fyll­ing­in er sett þar. Síð­an er saum­að fyr­ir gat­ið eða því lok­að með tann­stöngl­um eða steikar­prjón­um. Einnig skal sauma fyr­ir hitt gat­ið eða hnoða sam­an álp­app­ír og setja í op­ið. Ekki skal troðfylla fugl­inn og einnig gera ráð fyr­ir því að fyll­ing­in leng­ir steik­ing­ar­tím­ann. Að lok­um er fugl­inn nudd­að­ur með salti og pip­ar og smjörklíp­ur sett­ar á hann hér og þar.

40 MÍN­ÚT­UR Á KÍLÓ

Þeg­ar kalk­únn er steiktur er gott að byrja á því að snúa upp á væng­ina þannig að þeir vísi fram því þá verð­ur fugl­inn stöð­ugri. Oft eru legg­irn­ir bundn­ir sam­an fyr­ir steik­ingu svo þeir standi ekki út í loft­ið þeg­ar kalkúnninn er bor­inn fram. Br­ing­an á fugl­in­um skal snúa upp þeg­ar hann er steiktur.

Steik­ing­ar­tími kalk­úns er mið­að­ur við ákveð­inn mín­útu­fjölda á hvert kíló og er mið­að við 40-45 mín. á hvert kíló við 150°C fyr­ir með­al­stór­an fyllt­an kalk­ún. Eft­ir því sem kalkúnninn er þyngri get­ur þó þurft styttri steik­ing­ar­tíma á hvert kíló. Sé kalkúnninn yf­ir sjö kíló að þyngd er hægt að miða við 30 mín. á hvert kíló. Best er að elda kalk­ún­inn í lok­uð­um ofn­potti eða á grind í ofnskúffu og breiða þá yf­ir hann álp­app­ír.

Mælt er með notk­un kjöt­hita­mæl­is þeg­ar kalk­únn er steiktur. Kalkúnninn er til­bú­inn þeg­ar kjöt­hita­stig nær 72°C. Góð regla er að stinga mæl­in­um í bring­una og ef vökvinn sem renn­ur úr er glær er fugl­inn til­bú­inn. Gæta skal þess að mæl­ir­inn snerti ekki bein. Ef þurfa þyk­ir er tek­ið of­an af fugl­in­um og hann brún­að­ur við 200-250°C þeg­ar 15-20 mín­út­ur eru eft­ir af áætl­uð­um steik­ing­ar­tíma. Nauð­syn­legt er að ausa yf­ir fugl­inn nokkr­um sinn­um þeg­ar líða fer á steik­ing­ar­tím­ann. Ef fugl­inn er full­steikt­ur fyr­ir áætl­að­an tíma skal taka hann úr ofn­in­um og vefja stykki ut­an um steikarílá­t­ið en ekki geyma fugl­inn inni í ofn­in­um.

NORDICPHOT­OS/GETTY

Að elda kalk­ún er tíma­frekt en ekki erfitt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.