MANDARÍNA EÐA KLEMENTÍNA?

HOLLUSTA Marg­ir telja sig vera að kaupa manda­rín­ur þeg­ar þeir eru í raun að kaupa klementín­ur. Nafn­ið skipt­ir þó ekki máli því ávöxt­ur­inn er holl­ur. Nokk­ur hundruð tonn af klementín­um eru flutt til lands­ins fyr­ir jólin.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Hver er í raun mun­ur­inn á manda­rín­um og klementín­um? Klementín­ur eru sæt­ari og safa­rík­ari en manda­rín­ur. Þær eru stein­laus­ar á með­an manda­rín­ur eru með stein­um. Ef klementína er með steina hef­ur orð­ið kross­frjóvg­un, það þýð­ir að bý­fluga ber frjó­korn með sér úr sítr­ónu­tré í klementínu­blóm. Það er létt­ara að af­hýða klementínu en manda­rínu. Nóv­em­ber og des­em­ber er að­alárs­tíð klementín­unn­ar.

Fyr­ir fjór­um ár­um var gerð könn­un í Nor­egi þar sem fólk var spurt hvað þessi ávöxt­ur héti, mandarína eða klementína. 38% töldu ávöxt­inn vera klementínu en 32% töldu hann vera manda­rínu, að því er NRK grein­ir frá. Manda­rín­ur hafa ekki feng­ist í Nor­egi í 20 ár en 22% svar­enda töldu engu að síð­ur að bæði væru til manda­rín­ur og klementín­ur í búð­um þar í landi.

Klementína er sítrusávöx­t­ur og er tal­ið að hún hafi orð­ið til vegna kross­frjóvg­un­ar af manda­rín­um og app­el­sín­um. Klementína var fyrst upp­götv­uð í Als­ír um alda­mót­in 1900. Hún er af­ar rík af C-víta­míni eins og aðr­ir sítrusávex­t­ir og þess vegna ættu all­ir að njóta þess að borða hana þessa dag­ana og fá í sig víta­mín. Börn eru hrif­in af klementín­um. Þær er hægt að nota í mat­ar­gerð, kök­ur, salöt, djúsa og smoot­hies.

Hér er upp­skrift að holl­um kjúk­linga­rétti með klementín­um sem ein­falt er að út­búa. Not­að­ur er heill kjúk­ling­ur en hann síð­an hlut­að­ur nið­ur.

GÓÐUR RÉTTUR Kjúk­ling­ur með klementín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.