LEKKERHEIT SISSU ÖMMU

KJÓL­AR Tíska sjötta og sjö­unda ára­tug­ar­ins er í sér­stöku upp­á­haldi hjá bók­mennta­fræð­ingn­um Sigrúnu Mar­gréti Guð­munds­dótt­ur. Hún opn­aði net­versl­un með fatn­að frá þessu tíma­bili fyr­ir stuttu og nefndi búð­ina eft­ir ömmu sinni.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Sissa amma er alltaf svo ótrú­lega fín og vel til höfð svo nafn­ið á búð­inni kom al­veg um leið, Sissu­búð. Við Sirrí höf­um báð­ar sér­stakt dá­læti á fal­leg­um kjól­um, en kom­umst ekki með tærn­ar þar sem amma er með hæl­ana hvað varð­ar el­eg­ans,“seg­ir Sigrún Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, en hún hef­ur stofn­að vef­versl­un­ina sissu­bud. is með föt í anda sjötta og sjö­unda ára­tug­ar­ins, ásamt frænku sinni, Sig­ríði Elínu Ás­geirs­dótt­ur.

Í búð­inni leggja þær áherslu á kjóla og segj­ast ekki kaupa neitt inn nema þeim líki það sjálf­um.

„Mömm­ur okk­ar voru mjög dug­leg­ar að sauma á okk­ur kjóla þeg­ar við vor­um litl­ar og oft vor­um við út­stungn­ar af títu­prjón­um þeg­ar var ver­ið að máta á okk­ur. Við æpt­um og skrækt­um þá, en ætli þetta sauma­æði hafi ekki átt sinn þátt í að smita okk­ur af kjóla­bakt­erí­unni. Sauma­bakt­erí­an smit­að­ist hins veg­ar ekki. Við er­um meira í að kaupa allt til­bú­ið,“seg­ir Sigrún hlæj­andi.

„Við kaup­um föt­in frá nokkr­um fram­leið­end­um, með­al ann­ars bresk­um og banda­rísk­um, til dæm­is versl­um við tölu­vert við mjög flott­an hönn­uð sem er í Brook­lyn og hann­ar und­ir merkj- um Family Affairs. Kjól­arn­ir eru vin­sæl­ast­ir, dömu­leg­ir og klass­ísk­ir en þeir eru mjög klæði­lega sniðn­ir og henta öll­um kon­um. Nú för­um við að bæta við vör­um en áhersl­an verð­ur áfram á kjól­ana. Von­andi fá­um við skó og fylgi­hluti á næstu vik­um,“seg­ir Sigrún og bæt­ir við að við­tök­urn­ar hafi ver­ið fram­ar von­um.

„Sissu­búð fer ótrú­lega vel af stað og í raun miklu bet­ur en við átt­um von á. Ég er bók­mennta­fræð­ing­ur og hef aldrei kom­ið ná­lægt tísku­brans­an­um áð­ur, en þetta er mjög skemmti­legt verk­efni. Amma fylg­ist líka vel með öllu en hún opn­aði búð­ina form­lega. Það er sér­stak­lega gam­an að hafa hana með í þessu,“seg­ir Sigrún.

Sissu­búð send­ir um allt land en einnig má hafa sam­band við Sigrúnu í gegn­um vef­síð­una og fá að skoða og máta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.