LÆKKAÐU KÓLESTERÓL Á NÁTTÚRULEG­AN HÁTT

ICECARE KYNNIR Ateronon-fæðu­bót­ar­efni mark­ar tíma­mót þeg­ar kem­ur að því að við­halda góðri heilsu hjarta og æða­kerf­is.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Ateronon er fyrsta og eina fæðu­bót­ar­efn­ið sem inni­held­ur líf­fræði­lega virkt lycopene. Eitt hylki af Ateronon á dag get­ur haml­að oxun LDL-kó­lester­óls í blóði, allt að 90% á átta vik­um. Virka efn­ið í Ateronon er lycopene, öfl­ugt andoxun­ar­efni sem Mið­jarð­ar­hafs­mataræði er ríkt af og hef­ur löng­um ver­ið tengt við gott ástand æða­kerf­is hjart­ans. Lycopene er nátt­úru­legt andoxun­ar­efni sem finnst í tómöt­um og öðr­um rauð­um ávöxt­um. Ateronon var þró­að með það að mark­miði að gera nátt­úru­lega vöru sem hef­ur skýr­an, vís­inda­leg­an ávinn­ing og já­kvæð lang­tíma­áhrif á líf fólks.

Vís­inda­menn í Cambridge hafa í sam­starfi við mat­væla­fyr­ir­tæk­ið Nestlé upp­götv­að nýja leið til að gera lycopene líf­fræði­lega virkt svo lík­am­inn geti nýtt það bet­ur en áð­ur hef­ur þekkst. Ateronon er ein­stakt efni og er einka­leyf­is­skráð upp­götv­un á nátt­úru­legu efni.

Höml­un oxun­ar á LDL-kólesteról er lyk­ill­inn að því að hindra að fyr­ir­staða mynd­ist í slag­æð­um. Ateronon bæt­ir að auki blóð­flæði um all­an lík­amann. Fyr­ir­staða í æð­um ger­ir það að verk­um að blóð hef­ur ekki eins greiða leið út í lík­amann og get­ur vald­ið heilsutjón­i. Ateronon er auk þess eina fæðu­bót­ar­efn­ið sem með góð­um ár­angri haml­ar oxun LDL-kó­lester­óls og er stað­fest með rann­sókn­um. Ateronon má taka með lyf­seð­ils­skyld­um lyfj­um. Það er unn­ið á nátt­úru- leg­an hátt og hef­ur eng­ar þekkt­ar auka­verk­an­ir.

Fólk sem þol­ir ekki soja, tóm­ata eða mysu­prótein get­ur ekki not­að vör­una. Hylk­in inni­halda ekki erfða­breytt efni (GMO free). tæki.

UMSAGNIR SÉR­FRÆЭINGA:

GÓÐ LAUSN Birna Gísla­dótt­ir, sölu­stjóri hjá Icecare, seg­ir að Ateronon hafi vak­ið mikla at­hygli lækna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.