FRÁ­BÆR MEЭFERÐ Í JÓLAPAKKAN­N

FR COSMETICS KYNNIR Dermatu­de Meta Therapy er ein bylt­ing­ar­kennd­asta húð­með­ferð sem völ er á. Með­ferð­in hef­ur far­ið sig­ur­för um heim­inn og enda sýni­leg­ur ár­ang­ur mik­ill. Með­ferð­in er fram­kvæmd á 100% náttúruleg­an hátt.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Dermatu­de „Meta Therapy“er ný með­ferð sem dreg­ur úr öldrun húð­ar­inn­ar og dreg­ur einnig úr sjá­an­leg­um um­merkj­um öldrun­ar. Með­ferð­in er tví­þætt. Fyrst er nátt­úru­legt ferli húð­ar­inn­ar örv­að inn­an frá svo framleiðsl­a kolla­gens og ela­stíns í húð­inni fari aft­ur af stað, en hún minnk­ar með aldr­in­um. Síð­an er húð­inni bætt upp það sem hún hef­ur far­ið á mis við með virk­um efn­um ut­an frá. „Þetta er full­kom­in með­ferð fyr­ir þann sem vill meira en hefð­bundn­ar húð­með­ferð­ir. Meta Therapy felst í því að gerð­ar eru ör­smá­ar ástung­ur á húð án minnsta sárs­auka. Nátt­úr­leg­ar varn­ir lík­am­ans bregð­ast sam­stund­is við og hefja fram­leiðslu á kolla­geni og ela­stíni til að gera við „skað­ann“. Þess­ar sjálf­virku við­gerð­ir lík­am­ans eru 100% nátt­úru­leg­ar og húð­in end­ur­nýj­ast inn­an frá. Við þetta verð­ur húð­in þétt­ari og stinn­ari og greini­lega sést að fín­ar lín­ur og smá­hrukk­ur slétt­ast. Húð­hol­urn­ar grynn­ast, hringrás­ar­ferli örv­ast og al­mennt ástand húð­ar­inn­ar batn­ar,“seg­ir Undína Sig­munds­dótt­ir, eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Frcos­metic sem er um­boðs­að­ili Dermatu­de Meta Therapy á Íslandi.

Hún seg­ir Meta Therapy bæta og fegra húð­ina bæði inn­an frá og ut­an. Með­ferð­inni fylgja einnig virk efni, eða svo­köll­uð fyll­ing­ar­efni (su­bj­ecta­bles), sem ger­ir það kleift að fram­kvæma mjög sér­hæfð­ar með­ferð­ir sem hæfa húð­gerð.

Hægt er að velja á milli bæt­andi með­ferð­ar og yngj­andi með­ferð­ar fyr­ir allt and­lit­ið, háls­inn og/eða bring­una eða þá með­ferð­ar á af­mörk­uð­um svæð­um. Þá má blanda sam­an með­ferð­um til að ná sem best­um ár­angri. „Fyrst eft­ir með­ferð­ina get­ur bor­ið á dá­litl­um roða, en hann hverf­ur á ör­fá­um klukku­stund­um. Hægt er að snúa sér strax aft­ur að dag­leg­um störf­um,“seg­ir Undína.

Hún seg­ir ráðlagt að taka átta skipta með­ferð en einnig sé hægt að koma í stak­ar með­ferð­ir og er það til dæm­is upplagt ef mik­ið stend­ur til eins og fyr­ir skemmt­an­ir og veislur. „Ár­ang­ur­inn verð­ur þó meiri með fullri með­ferð. Þeg­ar til­ætl­að­ur ár­ang­ur hef­ur náðst þarf svo að við­halda hon­um með því að end­ur­taka með­ferð­ina al­veg eins og það þarf að mæta reglu­lega í rækt­ina til að við­halda ár­angri þar. Undína seg­ir til­val­ið að gefa gjafa­bréf í staka eða fulla með­ferð í jóla­gjöf. Það verði eng­inn svik­inn af því. Sjá nán­ar á www. dermatu­de.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.