TÖFRAHEIMU­R SKOPPU OG SKRÍTLU

Skoppa og Skrítla laða þessa dag­ana börn á öll­um aldri til sín á jóla­há­tíð. Börn­in eru dol­fall­in að sjá þær vin­kon­ur í há­tíð­ar­skapi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Jóla­sveinn­inn er ekki langt und­an og óvænt­ir gest­ir koma í heim­sókn. Sýn­ing fer fram á Nýja-sviði Borg­ar­leik­húss­ins í dag og á morg­un klukk­an 13, 14.30 og 16.

Höf­und­ur verks­ins er Hrefna Hall­gríms­dótt­ir, leik­stjóri er Þór­hall­ur Sig­urðs­son en leikarar eru þau Linda Ás­geirs­dótt­ir, Hrefna Hall­gríms­dótt­ir, Vig­dís Gunn­ars­dótt­ir og Vikt­or Már Bjarna­son en auk þess koma fram fim­leika­stúlk­ur og ung­ar balle­rín­ur auk annarra barna.

Skoppa og Skrítla ná ein­stak­lega vel til barna í þess­ari sýn­ingu en for­eldr­arn­ir eru ekki síð­ur agndofa. Þannig sagði eitt for­eldri að þarna tæk­ist að sýna börn­um töfra leik­húss­ins í fal­legri um­gjörð. Börn­in eru agndofa yf­ir ýmsum brell­um eins og þeg­ar kvikn­ar á jóla­tré ein­ung­is með því að pota í það. Í sýn­ing­unni eru dans­andi dá­dýr, svíf­andi stjörnur, engl­ar og ný­fall­inn snjór. Sýn­ing­in hent­ar börn­um allt nið­ur í níu mán­aða.

Skoppa og Skrítla taka á móti börn­um og ræða við þau fyr­ir og eft­ir sýn­ingu. Einnig er hægt að fá mynd af sér með þeim. Sýn­ing­in verð­ur í gangi í Borg­ar­leik­hús­inu til ára­móta.

GAM­AN Har­ald­ur Marinó, 4 ára, og Andri Marinó, 14 mán­aða, voru hug­fangn­ir á Jóla­há­tíð Skoppu og Skrítlu og fengu mynd af sér á eft­ir með þeim stöll­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.