APRÍKÓSUGL­JÁÐUR

LÉTTREYKT­UR HÁ­TÍЭAR­FUGL MEÐ LERK­I­SVEPPASÓSU

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

FYR­IR 4-6

1 léttreykt­ur há­tíð­ar­fugl, u.þ.b. 2,5 kg 3 msk. apríkós­usulta 2 dl hvít­vín 2 msk. apríkós­usulta Setj­ið fugl­inn í steikarpot­t ásamt 3 msk. af apríkós­usultu og hvít­víni. Legg­ið lok­ið á og fær­ið í 160°C heit­an ofn í 1,5 klst. Tak­ið þá lok­ið af steikarpot­t­in­um og pensl­ið fugl­inn með 2 msk. af apríkós­usult­unni. Bak­ið í 10 mín­út­ur í við­bót eða þar til kjarn­hiti sýn­ir 70°C.

LERKISVEPP­ASÓSA

2 msk. ol­ía 1 askja svepp­ir í bát­um 15 g þurrk­að­ir lerk­i­svepp­ir, t.d. frá Holt og heið­ar, lagð­ir í volgt vatn í 20 mín­út­ur 1 dl brandí 2 dl púrt­vín 2 dl sveppa­vatn­ið 1 msk. nauta­kjöt­kraft­ur 2,5 dl rjómi Sósu­jafn­ari Salt og nýmal­að­ur pip­ar Hit­ið olíu í potti og steik­ið svepp­ina í 2 mín­út­ur. Kreist­ið þá vatn­ið af vill­i­svepp­un­um og geym­ið. Bæt­ið þá vill­i­svepp­un­um í pott­inn og steik­ið í 1 mín­útu. Þá er púrt­víni og brandíi bætt í pott­inn og soð­ið nið­ur í síróp. Hell­ið sveppa­vatn­inu í pott­inn ásamt rjóma og sjóð­ið í 2 mín­út­ur. Þykk­ið sós­una með sósu­jafn­ara og smakk­ið til með salti og pip­ar og nauta­kjöt­krafti. Ber­ið fugl­inn fram með sós­unni og t.d. sætri kart­öflumús, gljáð­um gul­rót­um, rósa­káli og trönu­berja­sultu.

MYND/GVA

JÓLA­MAT­UR Léttreykt­ur há­tíð­ar­fugl er góð­ur kost­ur yf­ir jóla­há­tíð­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.