SKATA MEÐ BLOODY MARY

ÞORLÁKSMES­SA Kæst skata er á borð­um margra í dag sam­kvæmt hefð­inni. Ljós­mynd­ar­inn og mat­gæð­ing­ur­inn Ás­laug Sn­orra­dótt­ir hafði aldrei smakk­að skötu þeg­ar við feng­um hana til að út­búa skötu­rétt eft­ir eig­in nefi.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þetta gekk bara vel, ég fór ekki eft­ir neinni upp­skrift held­ur hugs­aði með mér að skat­an er yfir­leitt borð­uð með hamsatólg, svo ég hit­aði bara hamsatólg og hrærði smjöri sam­an við, stapp­aði svo sam­an hnefa af soð­inni skötu og einni kart­öflu út í smjör­ið og tólg­ina. Svo bjó ég til Bloody Maryhlaup of­an á rúg­brauð og setti bauna­spír­ur und­ir stöpp­una. Svo smakk­aði ég þetta bara og fannst mjög gott! Sér­stak­lega með Bloody Mary-hlaup­inu því það er svo mik­ill pip­ar í því,“seg­ir ljós­mynd­ar­inn og mat­gæð­ing­ur­inn Ás­laug Sn­orra­dótt­ir en hún hafði aldrei smakk­að skötu sjálf þeg­ar við feng­um hana til að út­búa óhefð­bund­inn skötu­rétt.

Verk­efn­ið vafð­ist ekki fyr­ir Ás­laugu sem setti blóma­dropa á nef­brodd­inn til að finna ekki lykt­ina sem fylg­ir þess­um kæsta þjóð­ar­rétti Ís­lend­inga á Þor­láks­messu.

„Hún er ekkert sjarmer­andi þessi lykt. Ég er meira fyr­ir létt­ari ilmi. Skötulykt­in er al­veg þol­an­leg í einn dag en eft­ir á kveikti ég á salví­ur­eyk­elsi og fór með í öll horn. Þá hvarf hún al­veg,“seg­ir Ás­laug.

En verð­ur kæst sköt­ustappa kannski að hefð á heim­il­inu hér ef­ir á Þor­láks­messu?

„Mað­ur á aldrei að segja aldrei, nú gæti ég orð­ið húkkt á stöpp­unni,“seg­ir Ás­laug hlæj­andi.

Jól­un­um ætl­ar hún að eyða heima hjá sér, í fyrsta sinn í mörg ár, en skreyt­ir heim­il­ið hvorki með rauðu né grænu.

„Það verða bleik jól hjá mér í ár. Ég skreyti mik­ið með hý­asint­um, túlí­pön­um og bleik­um rós­um. Svo klippi ég stór­ar grein­ar úr garð­in­um, set á þær seríu og vef þær með gyllt­um borða. Ég var einu sinni um jól í Bombay og þar voru öll trén skreytt með gyllt­um borð­um, svo­lít­ið „kitsch“en mjög skemmti­legt,“seg­ir Ás­laug.

MYND/ÁS­LAUG SN­ORRA­DÓTT­IR

ÖÐRU­VÍSI Sköt­ustappa á Bloody Maryhlaupi rann ljúf­lega of­an í kokk­inn.

MAT­GÆЭING­UR Ás­laug Sn­orra­dótt­ir, ljós­mynd­ari og ann­ál­að­ur mat­gæð­ing­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.