BURT MEÐ FÝLUNA

Ilm­ur­inn af sköt­unni er ekki jafn góð­ur og bragð­ið. Á vef Leið­bein­inga­stöðv­ar heim­il­anna er að finna góð ráð til að minnka lykt­ina af þess­um kæsta rétti.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Hita þurra pönnu og strá kanil eða öðru ilm­andi kryddi á hana og slökkva und­ir. Eins má strá kryddi á heita elda­véla­hellu þeg­ar bú­ið er að slökkva und­ir og láta krydd­ið þannig brenna upp.

Gegn­væta visku­stykki í borð­e­diki, leggja yf­ir pott­lok­ið og festa við potteyr­un. Gæta vel að stykk­ið snerti ekki elda­véla­hell­una.

Kveikja á kert­um, einkum ilm­kert­um t.d. með kaffi- og vanillu­lykt. Sjóða sköt­una á prím­us úti í garði eða á svöl­um, sé því við kom­ið. Þvo pott­inn strax þeg­ar bú­ið er að færa sköt­una á fat. Hangi­kjötsilm­ur deyf­ir skötu- lykt­ina og síð­an er um að gera að lofta vel út.

Suðu­tími á skötu: Fer eft­ir þykkt barð­anna en þau eru soð­in þeg­ar skat­an losn­ar frá brjósk­inu.

SKATA Í POTTI Eitt hús­ráð­anna er að þvo pott­inn strax þeg­ar bú­ið er að færa sköt­una upp á fat.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.