KONÍAKSGRA­FIÐ LAMB EÐA NAUT

GÓЭUR RÉTTUR Frá­bær for­rétt­ur um ára­mót­in fyr­ir þá sem vilja hafa fyr­ir hlut­un­um og bjóða upp á eð­al­mál­tíð. Hægt er að nota lamb eða naut í þenn­an rétt eft­ir smekk hvers og eins.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Stund­um get­ur það ver­ið höf­uð­verk­ur að finna rétta for­rétt­inn um há­tíð­ir. Graf­ið lamb eða naut er ein­stak­lega góð­ur réttur sem gam­an er að búa til. Að vísu þarf að hugsa um kjöt­ið í nokkra daga en þess meiri verð­ur ánægj­an af að borða það. Ekki er erfitt að grafa kjöt en mik­il­vægt er að krydd­lög­ur­inn sé vel heppn­að­ur. Með gröfnu kjöti, hvort sem það er lamb eða naut, er gott að hafa pip­ar­rót­arsósu og rist­að brauð. Þetta er veislu­mat­ur sem pass­ar vel ef að­al­rétt­ur­inn er létt­ur, til dæm­is lax eða kalk­únn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.