MILLI JÓLA- OG NÝÁRSTÓNLE­IKAR Í HAFNAR­FIRÐI

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Íkvöld, laug­ar­dag­inn 28. des­em­ber, verða ókeyp­is tón­leik­ar haldn­ir á efri hæð Gamla vín­húss­ins í Hafnar­firði. Þar munu stíga á svið Sveinn Guð­munds­son og Magnús Leif­ur Sveins­son sem áð­ur var kennd­ur við hafn­firsku hljóm­sveit­ina Úlpu.

Sveinn tók upp og gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári og Magnús Leif­ur setti á fót hljóð­ver­ið Ald­ingarð­inn í Garða­bæ í ár. Frjó­samt og við­burða­ríkt ár verð­ur því kvatt í Hafnar­firði í kvöld.

Hús­ið verð­ur opn­að kl. 21.00 en um hálf­tíma síð­ar mun Sveinn kom fram og flytja lög af plötu sinni „Fyr­ir herra Spock, MacGy­ver og mig“ásamt nýrra óút­gefnu efni. Hon­um til halds og trausts verða Magnús Leif­ur á gít­ar og bás­únu, Hálf­dán Árna­son á kontrabass­a og Ív­ar Atli Sig­ur­jóns­son á gít­ar, munn­hörpu og fleiri hljóð­færi. Á eft­ir Sveini mun Magnús Leif­ur taka við og gefa forsmekk­inn af vænt­an­legri plötu sinni „Pikaia“sem ver­ið er að leggja loka­hönd á og kem­ur út með vor­inu. Hálf­dán, Ív­ar og Sveinn munu einnig verða hon­um til stuðn­ings.

Ókeyp­is er inn á tón­leik­ana og allir vel­komn­ir.

Ókeyp­is tón­leik­ar verða haldn­ir á efri hæð Gamla Vín­húss­ins í Hafnar­firði í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.