LJÚFT ÍSKONFEKT

SPENN­ANDI Sigrún Þor­steins­dótt­ir held­ur úti vef­síð­unni Ca­fé Sigrún þar sem hún birt­ir upp­skrift­ir að holl­ustu­góð­gæti. Sigrún gefur hér les­end­um upp­skrift­ir að girni­legu ís­kon­fekti sem gam­an væri að bjóða upp á um ára­mót.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ískonfekt er alltaf svo skemmti­legt, bæði er um að ræða kon­fekt með súkkulaði ut­an um og svo er mað­ur með sör­præs því kon­fekt­mol­inn er fros­inn. Mik­il­vægt er að nota gott súkkulaði (eins og t.d. 70% frá Green & Black‘s) en að sjálf­sögðu má einnig nota carob eða hvítt súkkulaði ef þið þol­ið kakó- ið illa. Nota má hvaða ís sem er í kon­fekt­ið en mik­il­vægt er að ís­inn sé al­gjör­lega gadd­fros­inn þeg­ar þið far­ið að setja brætt súkkulaði ut­an á hann. Best er að nota síli­kon­mót fyr­ir kon­fekt til að út­búa ís­kon­fekt­ið.

At­hug­ið að best er að leggja cashew-hnet­urn­ar í bleyti í nokkr­ar klukku­stund­ir, jafn­vel yf­ir nótt. til kúl­urn­ar eru grjót­harð­ar.

Bræð­ið súkkulað­ið yf­ir vatns­baði. (Setj­ið svo­lít­ið vatn í lít­inn pott. Setj­ið skál of­an á pott þannig að skál­in sitji á brún­un­um. Setj­ið súkkulað­ið of­an í skál­ina og bræð­ið yf­ir væg­um hita). Gæt­ið þess að of­hita ekki súkkulað­ið og það má alls ekki fara dropi af vatni of­an í skál­ina.

Tak­ið súkkulað­ið af hit­an­um og lát­ið það kólna í 5 mín­út­ur. 13. Tak­ið ís­kúl­urn­ar/ís­kon­fekt­ið úr fryst­in­um (eina í einu) og dýf­ið með skeið í súkkulað­ið eða þek­ið hverja kúlu með súkkulaði (hell­ið með te­skeið yf­ir).

Lát­ið storkna á bök­un­ar­papp­ír í nokkr­ar mín­út­ur og setj­ið svo aft­ur inn í frysti.

Áð­ur en ís­kon­fekt­ið er borð­að þarf að láta það þiðna í um 5-10 mín­út­ur.

11. 12. 14. 15. GOTT AÐ HAFA Í HUGA

• Það má dýfa kúl­un­um t.d. í kó­kos­mjöl eða smátt sax­að­ar hnetur áð­ur en súkkulað­ið harðn­ar al­veg. • Nota má hvaða ís sem er inn í kon­fekt­ið en mik­il­vægt er að hann sé gadd­fros­inn áð­ur en súkkulað­ið fer ut­an um hann. • Nota má carob eða hvítt súkkulaði í stað­inn fyr­ir súkkulaði. • Nota má hlyns­íróp í stað aga­ves­íróps. • Nota má maca­da­mia hnetur í stað­inn fyr­ir cashew-hnetur.

HUGMYNDARÍ­K Sigrún Þor­steins­dótt­ir er snjöll að út­færa og búa til hollar og góð­ar upp­skrift­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.