FRÍSK HÚÐ EFT­IR JÓL­IN

HEILSA Lystisemda­líf jóla­dag­anna get­ur sett mark sitt á húð­ina, sér­stak­lega ef við skófl­um í okk­ur miklu af súkkulaði og sölt­um mat. Frísk­aðu upp á and­lit­ið með ein­föld­um heima­til­bún­um skrúbbi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

1. HREINSIKRE­M + SYK­UR

Þvo­ið and­lit­ið vel með volgu vatni og þvotta­klút. Kreist­ið um það bil te­skeið af hreinsikre­mi í lóf­ann. Í raun má nota hvaða krem sem er bara ef það er mjúkt. Hell­ið tveim­ur te­skeið­um af sykri út í krem­ið og bland­ið sam­an með hönd­un­um. Ekki nota gróf­an syk­ur þar sem of stór korn geta risp­að húð­ina.

Nudd­ið blönd­unni á and­lit­ið með hring­laga strok­um. Strjúk­ið svo af með rök­um þvotta­klút. Að end­ingu er gott að skola and­lit­ið með köldu vatni.

2. GRÆNT TE + SYK­UR + HUN­ANG

Hell­ið upp á sterkt grænt te. Not­ið laust te frek­ar en te í pok­um og án bragð­efna. Grænt te er sagt græð­andi fyr­ir húð­ina og eins á það að minnka hrukk­ur sé það bor­ið á húð­ina.

Hell­ið tveim­ur mat­skeið­um af grænu tei í skál og kæl­ið. Hell­ið mat­skeið af sykri út í teið og bæt­ið við sykri þar til bland­an er þykk en þó auð­veld­lega hægt að bera hana á and­lit­ið. Hrær­ið mat­skeið af hun­angi út í en hun­ang er bæði raka­gef­andi og bakt­eríu­drep­andi. Hægt er að út­búa þetta skrúbb í meira magni og geyma í hreinu, loft­þéttu íláti á svöl­um og þurr­um stað í eina til tvær vik­ur.

3. KÓKOSOLÍA + SYK­UR + SÍTR­ÓNA

Hell­ið hálf­um bolla af kó­kosol­íu í skál. Einnig er hægt að nota ólífu­olíu eða möndl­u­olíu en græn­met­isol­í­ur ætti ekki að nota þar sem þær eru of lykt­sterk­ar.

Bæt­ið tveim­ur mat­skeið­um af sykri í skál­ina og hrær­ið í. Bæt­ið þá einni mat­skeið af sítr­ónu safa út í og hrær­ið. Þetta skrúbb er einnig hægt að geyma í loft­þéttu íláti í eina til tvær vik­ur.

4. MÖNDL­UMJÖL + OL­ÍA + ILMKJARNAO­LÍA

Hell­ið ein­um bolla af möndl­umjöli í skál. Möndl­umjöl er ein­falt að búa til úr heil­um möndl­um í mat­vinnslu­vél. Pass­ið bara að mauka það ekki al­veg í mjólk.

Bland­ið hálf­um bolla af möndl­u­olíu út í möndl­umjöl­ið í skál­inni. Einnig má nota ólífu­olíu eða kó­kosol­íu í stað­inn. Bland­ið nokkr­um drop­um af ilm­kjarna­ol­íu út í, til dæm­is lavend­er eða lemon.

Þessi geym­ist einnig í eina til tvær vik­ur í loft­þéttu íláti á þurr­um, köld­um stað.

6. JÓGÚRT 5. KAFFIKORGU­R

Hell­ið upp á kaffi eða not­ið korg­inn frá síð­ustu upp­á­hell­ingu. Bland­ið mat­skeið af kaffi­korgi sam­an við mat­skeið af vatni og hrær­ið vel sam­an. Ber­ið á and­lit­ið og nudd­ið með hring­laga strok­um. Skol­ið and­lit­ið. Hreins­ið and­lit­ið með volgu vatni og sápu og þerr­ið. Ber­ið síð­an hreina jógúrt á and­lit­ið og lát­ið bíða í 15 mín­út­ur. Þvo­ið svo af og skol­ið and­lit­ið með köldu vatni. Upp­skrift­irn­ar eru fengn­ar af wik­i­how.com.

Sölu­menn: brynd­[email protected], [email protected], s. 512-5447

NORDIC PHOTOS/GETTY

HEIMASKRÚB­B Frísk­aðu upp á húð­ina eft­ir all­an salta og reykta mat­inn um jól­in með heima­til­búnu skrúbbi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.