EITT EPLI Á DAG KEM­UR HEILSUNNI Í LAG

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Eitt epli á dag get­ur gert mik­ið fyr­ir heils­una. Sam­kvæmt nýrri breskri könn­un get­ur fólk sem orð­ið er 50 ára og eldra kom­ið í veg fyr­ir hjarta­sjúk­dóma með því að borða eitt epli á dag. Þar með sann­ast frægt breskt orða­til­tæki, „an apple a day keeps the doctor away“.

Könn­un­in var gerð hjá Ox­ford-há­skóla og var op­in­ber­uð í breska lækna­blað­inu, Brit­ish Medical Journal. Vís­inda­menn segja að ef allir Bret­ar yf­ir 50 ára færu eft­ir þess­ari ráð­legg­ingu gæti það kom­ið í veg fyr­ir um 8.500 hjarta­áföll.

Fleiri rann­sókn­ir hafa sýnt að með því að borða ávexti og græn­meti á hverj­um degi er hægt að koma í veg fyr­ir ýmsa sjúk­dóma. Epli og aðr­ir ávext­ir koma jafn­vægi á blóð­þrýst­ing en ef hann er hár eyk­ur það mjög hættu á hjarta­áfalli. Eitt epli ætti því að vera milli­biti á hverj­um degi.

Í fyrra var upp­lýst eft­ir könn­un sem gerð var hjá há­skól­an­um í Ohio í Banda­ríkj­un­um að fólk sem borð­aði eitt epli á dag í fjórar vik­ur minnk­aði vont kólesteról í blóði um 40%. Dönsk könn­un hafði áð­ur sýnt það sama.

Mælt er með því að fólk sem vill taka upp heilsu­sam­legt mataræði borði að minnsta kosti 500 grömm af græn­meti, ávöxt­um og berj­um á hverj­um degi.

sem býð­ur aug­lý­send­um að kynna vörur og þjón­ustu í formi við­tala og um­fjall­ana ásamt hefð­bundn­um aug­lýs­ing­um. Bl­að­ið fylg­ir Frétta­blað­inu dag­lega. Út­gef­andi: s. 512 5434

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.