STÓÐRÉTTIR Í VÍÐIDALSTU­NGU

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

HEST­AR Ein stærsta stóð­rétt lands­ins, Víði­dalstungu­rétt, verð­ur hald­in um helg­ina. Rétt­in er í landi Litlu-Ás­geirsár. Á föstu­dag­inn verð­ur stóði af Víði­dalstungu­heiði smal­að til byggða en mögn­uð sjón er að sjá stóð­ið renna heim í sveit­ina. Rétt­ar­störf hefjast svo klukk­an 10 laug­ar­dag­inn 4. októ­ber þeg­ar stóð­ið verð­ur rek­ið er til rétt­ar. Bú­ast má við því að hross­in séu um 500 auk fol­alda, og sum­ir vilja meina að hún sé stærsta stóð­rétt lands­ins, ekki hvað fólks­fjölda snert­ir held­ur fjölda hrossa. Þó hef­ur fjölg­að ár frá ári gest­um sem vilja taka þátt í þess­ari há­tíð hrossa­bænda, bæði í smöl­un­inni og rétt­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.