FLOTT­AR Í SMEKKBUXUM

NÝTT Smekk­bux­ur voru mik­ið í tísku á ní­unda og aft­ur á tí­unda ára­tugn­um. Sú tíska hef­ur nú ver­ið end­ur­vak­in og marg­ar þekkt­ar kon­ur hafa sést í smekkbuxum und­an­far­ið. Því er spáð að slík­ar bux­ur verði áfram vin­sæl­ar í vet­ur og næsta sum­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Tískan fer í hringi og kem­ur alltaf upp aft­ur og aft­ur. Smekk­bux­ur voru af­ar vin­sæl­ar fyr­ir þrjá­tíu ár­um og aft­ur tíu ár­um síð­ar. Nú er þessi klæðn­að­ur vin­sæll á ný og hef­ur ver­ið áber­andi þar sem kynnt er vor- og sum­ar­tíska 2015. Söng­kon­an og leik­kon­an Selena Gomez not­ar smekk­bux­ur mik­ið, enda fylg­ist hún vel með tísk­unni. Selena er fyrr­ver­andi kær­asta Just­ins Bie­ber. Hin þekkta fyr­ir­sæta Aless­andra Am­broso sést oft í smekkbuxum, sömu­leið­is Sara Jessica Par­ker, Emma Watson og Na­omi Watts. Jafn­vel breska leik­kon­an Emma Thomp­son birt­ist í smekkbuxum fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar hún kynnti nýja barna­bók.

Þótt smekk­bux­ur þyki venju­lega frek­ar karla­leg­ar eru marg­ar kon­ur sem bera þær vel. Þetta er þægi­leg­ur klæðn­að­ur en kon­um er þó ráð­ið frá því að vera í köfl­ótt­um skyrt­um við smekk­bux­ur. Betra er að klæð­ast fal­leg­um bol und­ir. Á nokkr­um tísku­síð­um á net­inu má sjá góð ráð fyr­ir þær sem vilja klæð­ast smekkbuxum. Með­al þeirra er að nota frek­ar rönd­ótt­ar skyrt­ur við bux­urn­ar frem­ur en köfl­ótt­ar. Sp­ari­leg blúndu­skyrta fer vel við smekk­bux­ur.

Bux­urn­ar fara bet­ur á grönn­um, há­vöxn­um kon­um en lág­vöxn­um og þybbn­um. Þröng­ar bux­ur eru kven­legri en víð­ar. Ekki bera bak­poka við smekk­bux­ur held­ur fal­legt veski.

TÍSKU­VIKA Í MÍLANO Sara Nicole Rosetto var í smekkbuxum þeg­ar hún sótti tísku­vik­una í Mílanó um miðj­an sept­em­ber. TÍSKUKONA Veronika Heil­brunner er tísku­rit­stjóri Harper’s Baza­ar í Þýskalandi. Hún fylg­ir að sjálf­sögðu nýj­ustu tísku. Veronika var gest­ur á tísku­vik­unni í London í sept­em­ber. TÍSKAN Í PA­RÍS Þessi mynd var tek­in á tísku­viku í Pa­rís á mánu­dag þar sem vor- og sum­ar­tísk­an 2015 var kynnt.

MYND­IR/GETTY

FRÆGA FÓLK­IÐ Söng- og leik­kon­an Selena Gomez flott í smekkbuxum. TÍSKU­VIKA Í LONDON Þess­ar bux­ur voru sýnd­ar á tísku­vik­unni í London um miðj­an sept­em­ber fyr­ir vor­tísku 2015.

PA­RÍS Þessi mynd var tek­in fyr­ir stuttu í Pa­rís. Estelle Pigauci tísk­ustílisti í smekkbuxum sam­kvæmt nýj­ustu tísku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.