LA­GER­FELD MEÐ ÁRÓЭUR Í PA­RÍS

VORLÍNA CHANEL Á TÍSKU­VIK­UNNI Í PA­RÍS Karl La­ger­feld not­aði tæki­fær­ið og deildi á franska öfga­hægri­flokka á tísku­vik­unni í Pa­rís.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Karl La­ger­feld, yf­ir­hönn­uð­ur og list­rænn stjórn­andi Chanel, ligg­ur sjaldn­ast á skoð­un­um sín­um og hef­ur hon­um oft tek­ist að hrista upp í fólki með um­mæl­um sín­um og hönn­un. Hann fer held­ur ekki leynt með póli­tísk­ar skoð­an­ir sín­ar og not­aði tæki­fær­ið og deildi á franska öfga­flokka á tísku­sýn­ingu sinni í Pa­rís á þriðju­dag, þar sem hann kynnti vor­línu Chanel.

Fyr­ir­sæt­urn­ar héldu frelsi og femín­isma á lofti og gengu fylktu liði með hin ýmsu kröfu­spjöld. La­ger­feld lýsti því yf­ir að hann teldi frels­inu ógn­að í Frakklandi með upp­gangi öfga­hægri­flokka sem væru á móti inn­flytj­end­um og hjóna­bönd­um sam­kyn­hneigðra.

Sýn­ing­in fór fram í Grand Pala­is og leik­mynd­in var dæmi­gert breiðstræt­i í Pa­rís. Vor­lín­an var litrík, glitrandi og fjör­leg með kven­leg­um og karl­mann­leg­um áhersl­um í bland. Hin róm­aða Chanel-klass­ík skein þó í gegn­um snið­in.

LÍFLEG SÝN­ING Fyr­ir­sæt­urn­ar gengu fylktu liði með áróð­urs- og kröfu­spjöld tengd femín­isma og frelsi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.