80 ÁRA TÍSKUGYÐJA

Franska kyn­bom­b­an, kvik­mynda­stjarn­an og dýra­vin­ur­inn Brigitte Bar­dot varð átt­ræð í vik­unni.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Brigitte Bar­dot er önn­ur stærsta kyn­bomba kvik­mynda­sög­unn­ar, á eft­ir Mari­lyn Mon­roe. Ár­ið 1956 lagði hún heims­byggð­ina að fót­um sér í kvik­mynd­inni „And God Crea­ted Wom­an“í leik­stjórn þá­ver­andi eig­in­manns síns, Ro­gers Va­dim, og í kjöl­far­ið fékk heim­ur­inn ein­fald­lega ekki nóg af Bar­dot.

Brigitte Bar­dot hóf fyr­ir­sætu­fer­il sinn strax á fimmtánda ár­inu og varð fljótt eft­ir­sótt­asta fyr­ir­sæta Frakka. Hún fædd­ist í tísku­borg­inni Pa­rís og ólst upp hjá íhalds­söm­um kaþól­ikk­um sem vita­skuld tóku það nærri sér þeg­ar heima­sæt­an ögr­aði fjöl­skyldu sinni með því að sýna sig fá­klædda og stund­um nakta á síð­um tísku­blað­anna.

Bar­dot setti sterk­an svip á sam­tím­ann og skap­aði nýja ímynd frjáls­lyndra kvenna með því að vera sjóð­heitt kyn­tákn en einnig at­kvæða­mik­il kven­rétt­inda­kona. Hún gaf kvik­mynda­leik upp á bát­inn þeg­ar hún varð fer­tug, helg­aði líf sitt dýravernd og hef­ur all­ar göt­ur síð­an ver­ið einn áhrifa­mesti dýra­vernd­arsinni í heimi.

Einka­líf Bar­dot var skraut­legt og prýddi iðu­lega for­síð­ur blað­anna og pó­lí­tísk­ar skoð­an­ir henn­ar ollu ágrein­ingi í heima­land­inu. Þrátt fyr­ir allt var Brigitte Bar­dot óum­deil­an­leg tákn­mynd 20. ald­ar og per­sónu­gerv­ing­ur langs tíma­bils í kvik­mynda­sög­unni.

1967 Brigitte Bar­dot var vin­sæl­asta fyr­ir­sæta Frakka enda klæddi hana allt vel.

DANSARI Ával­ar lín­ur Brigitte Bar­dot voru sem dá­leið­andi. Hér er hún við tök­ur á kvik­mynd­inni „Vou­lez-vous danser avec moi“ár­ið 1959.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.