OG BEITT­UR

ICEPHARMA KYNN­IR Stein­ar Sig­urð­ar­son einka­þjálf­ari not­ar Berocca-freyðitöfl­urn­ar til að vakna hress og til að halda sér á tán­um í ann­ríki hvers dags.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA| -

Það er alltaf ver­ið að bjóða mér fæðu­bót­ar­efni og víta­mín til að prófa en ég er mjög skeptísk­ur á allt slíkt. Mér er al­veg sama hvort ég fæ slíka hluti gef­ins eða ódýrt, ég met þá bara út frá því hvort þeir gera eitt­hvað fyr­ir mig. Ég ákvað þó að láta til leið­ast að prófa Berocca og fannst það virka vel,“seg­ir Stein­ar Sig­urð­ar­son, einka­þjálf­ari og saxó­fón­leik­ari.

Stein­ar byrj­ar alla daga með því að blanda Berocca-freyðitöfl­u í kalt vatn og fá þannig fersk­an drykk. „Mér finnst rosa­lega gott að fá mér þetta á morgn­ana, ég þarf ekki nema einn sopa til að vakna vel,“seg­ir Stein­ar sem finnst hann beitt­ari og fersk­ari með að­stoð Berocca.

Stein­ar er einka­þjálf­ari og kenn­ir nokkra tíma í Boot Camp í hverri viku. Hann kepp­ir reglu­lega, hef­ur í mörg ár tek­ið þátt í þrek­mótaröð­inni og náð á pall í hverri keppni. Um síð­ustu helgi tók hann þátt í tveim­ur flokk­um í Lífs­stíls­meist­ar­an­um í Kefla­vík og sigr­aði í báð­um. Þá kepp­ir hann einnig í CrossFit. „Þeg­ar ég er að keppa fæ ég mér Berocca oft­ar yf­ir dag­inn til að halda öll­um víta­mín­un­um og steinefn­un­um í lík­am­an­um,“seg­ir Stein­ar. Hann mæl­ir hik­laust með Berocca fyr­ir þá sem stunda lík­ams­rækt af full­um krafti.

LANG­IR DAG­AR Í TÓN­LIST­INNI

Stein­ar er saxó­fón­leik­ari og starfar sem slík­ur með­fram einka­þjálf­un­inni. Hann er svo­kall­að­ur sessi­on saxó­fón­leik­ari og hef­ur spil­að með öll­um helstu popp­ur­um á Íslandi, Jónasi Sig, Bubba Mort­hens, Sál­inni og fjölda annarra. „Ég spila mik­inn djass og spila oft niðri í bæ með hinum og þess­um, bæði fönk og djass,“seg­ir Stein­ar. Hann hef­ur mælt með Berocca við vini sína í tón­list­ar­brans­an­um sem oft þurfa að vinna langa vinnu­daga. „Ég veit að menn hafa ver­ið að nota þetta til dæm­is ef þeir þurfa að vera all­an dag­inn og fram á kvöld að und­ir­búa sýn­ingu. Berocca hjálp­ar mönn­um að halda sér á tán­um enda er það nauð­syn­legt á sýn­ing­um þar sem ekk­ert má klikka.“

ÞARF EKKI ÖNN­UR VÍTA­MÍN

Þeg­ar Stein­ar byrj­aði að taka Berocca ákvað hann um leið að hætta að taka önn­ur víta­mín. „Það þarf ekk­ert ann­að,“seg­ir hann.

Stein­ar tók sér lang­an tíma til að mynda sér skoð­un á Berocca og er nú sann­færð­ur um ágæti þess. Þó hann sjálf­ur fái sér Berocca dag­lega seg­ir hann það einnig henta fólki sem sjái fram á tíma­bundna áreynslu, til dæm­is fjall­göngu eða slíkt.

BEROCCA PERFORMANC­E

Freyðitöfl­urn­ar Berocca Performanc­e inni­halda ein­staka sam­setn­ingu af B- og C-víta­mín­um í stór­um skömmt­um auk þess að inni­halda bæði magnesí­um og sink. Þessi bætiefni eiga það flest sam­eig­in­legt að vera mjög mik­il­væg fyr­ir starf­semi heil­ans og tauga­kerf­is­ins en skort­ur á þeim get­ur með­al ann­ars vald­ið dep­urð, þreytu og pirr­ingi.

Töfl­urn­ar eru leyst­ar upp í vatni og henta vel fólki sem er önn­um kaf­ið eða und­ir miklu álagi.

Berocca er fram­leitt með það í huga að bæta frammi­stöðu lík­ama og hug­ar. Var­an er klín­ískt prófuð og rann­sókn­ir sýna að Berocca Performanc­e dreg­ur úr þreytu og þrótt­leysi og bæt­ir frammi­stöðu.

Berocca er án syk­urs og rot­varn­ar­efna.

Ráðlagt er að drekka Berocca dag­lega til að ná sem best­um ár­angri.

Berocca er fram­leitt af hinu virta fyr­ir­tæki Bayer Healt­hcare og hef­ur ver­ið á mark­aði í yf­ir 19 ár.

MYND/ERNIR

EINKA­ÞJÁLF­ARI OG TÓN­LIST­AR­MAЭUR Stein­ar Sig­urð­ar­son fær sér alltaf Berocca á morgn­ana og fer þannig hress­ari inn í daginn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.