HAND­VERK OG HÖNN­UN 20 ÁRA

SÝN­ING Í RÁЭHÚS­INU Sýn­ing á völd­um verk­um verð­ur opn­uð í Tjarn­ar­sal Ráð­húss Reykja­vík­ur í dag í til­efni tutt­ugu ára af­mæl­is Hand­verks og hönn­un­ar. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra flyt­ur ávarp við at­höfn­ina. Sýn­ing­in stend­ur til 9. októ­ber.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Við höf­um náð um­tals­verð­um ár­angri á þess­um ár­um en það er meira hægt að gera, það liggja ótal tæki­færi á þessu sviði,“seg­ir Sunn­eva Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hand­verks og hönn­un­ar, sem fagn­ar tutt­ugu ára starfsaf­mæli með sýn­ingu í Tjarn­ar­sal Ráð­húss­ins.

Sjálf­seign­ar­stofn­un­in Hand­verk og hönn­un var stofn­uð ár­ið 2007 og tók við af sam­nefndu verk­efni sem stofn­að var af for­sæt­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 1994. Markmið henn­ar er að stuðla að efl­ingu hand­verks, list­iðn­að­ar og hönn­un­ar á Íslandi.

„Hand­verk og hönn­un stend­ur fyr­ir stórri sýn­ingu tvisvar á ári í Ráð­hús­inu þar sem hand­verks­fólk og hönn­uð­ir koma verk­um sín­um á fram­færi. Gæðanefnd vel­ur inn á sýn­ing­arn­ar og í henni sit­ur fag­fólk,“út­skýr­ir Sunn­eva.

„Einnig eru sett­ar upp þema­sýn­ing­ar og gef­ið út frétta­bréf til 1.200 að­ila. Nám­skeið og fræðsla er einnig stór hluti starfs­ins og við för­um með­al ann­ars um allt land með fyr­ir­lestra og setj­um upp sýn­ing­ar. Það er mik­il­vægt að tala ekki ein­ung­is um gæði held­ur sýna gæði og við sjá­um að starf­ið er að skila sér.“

Sýn­ing­in verð­ur opn­uð í dag klukk­an 16 með ávarpi Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Á henni eru val­in verk sem hafa orð­ið til í tengsl­um við sýn­ing­ar Hand­verks og hönn­un­ar síð­ustu tutt­ugu ár. Elísa­bet V. Ingvars­dótt­ir valdi muni á sýn­ing­una.

Sýn­ing­in mun standa til 9. októ­ber og er op­in alla daga frá kl. 12-18.

ARNA GUNN­ARS­DÓTT­IR

HELGA PÁLÍNA BRYNJ­ÓLFS­DÓTT­IR

HELGI BJÖRNS­SON

HELGA R. MO­GENSEN

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.