KASSAVÍNIN ALLTAF AÐ VERÐA BETRI OG BETRI

STÓR VÍN Mik­il fram­för hef­ur orð­ið í þró­un kassa­vína und­an­far­in ár. Þau þykja nærri því að vera á pari við flösku­vín­in en eru hag­kvæm­ari kost­ur auk þess sem þau smellpassa í ferða­lög, bú­stað­ar­ferð­ir og í raun við hvaða tæki­færi sem er.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Tals­verð vakn­ing hef­ur orð­ið hjá vín­fram­leið­end­um varð­andi kassavínin síð­ustu ár. Áð­ur var eng­inn sér­stak­ur stimp­ill á þess­um kassa­vín­um en menn hafa gert sér grein fyr­ir að í þeim liggja mik­il mark­aðs­tæki­færi og leggja meiri metn­að í vín­in en áð­ur,“seg­ir Jó­hann Marel Við­ars­son, þjónn og kenn­ari hjá Vín­skóla Öl­gerð­ar­inn­ar.

Hann seg­ir hrá­efn­ið í kassa­vín­un­um ekki hafa ver­ið af mikl­um gæð­um hér áð­ur fyrr. „Þeg­ar ver­ið er að pressa vín­ber, stilka og steina er ákveð­inn djús sem er ekki æski­leg­ur í fínni vín­um og þá var hann frek­ar not­að­ur í kassavínin. Í dag er hins veg­ar ver­ið að nota betri djús í kassavínin auk þess sem fleiri flottir fram­leið­end­ur hafa far­ið inn á þenn­an mark­að,“seg­ir Jó­hann og bæt­ir við að einnig hafi orð­ið vakn­ing í um­búða­hönn­un. „Sum­ir kass­anna sóma sér mjög vel uppi á borði.“

Kass­arn­ir hafa marga kosti fram yf­ir hin­ar hefð­bundnu flösk­ur. „Í fyrsta lagi er mun hag­kvæm­ara að kaupa vín í kassa. Það má segja að fólk sé að fá fjór­ar flösk­ur á verði þriggja. Þá geym­ist vín­ið mun leng­ur. Gera má ráð fyr­ir að vín í kassa geym­ist í allt að fjór­ar til sex vik­ur eft­ir opnun, við rétt geymslu­skil­yrði. Vín í flösku lif­ir ekki leng­ur en í þrjá til fjóra daga frá opnun,“út­skýr­ir Jó­hann en ástæð­an fyr­ir löngu geymslu­þoli kassa­vín­anna er að pok­arn­ir sem vín­ið er geymt í eru loft­tæmd­ir.

HENT­UG Í FERÐA­LAG­IÐ

Innt­ur eft­ir því hvar kassavínin eiga best við svarar Jó­hann glað­lega: „Í raun við öll tæki­færi þar sem á að gleðja sál­ina. En vissu­lega eiga þau einna best við í ferða­lag­ið, til dæm­is í bú­stað­inn,“seg­ir Jó­hann. Helstu kost­ir kass­anna í ferða­lag­inu eru auð­vit­að þeir að þeir brotna ekki og auð­velt er að stafla þeim upp í bíln­um. Jó­hann nefn­ir einnig að kassavínin séu hag­kvæm­ur kost­ur í brúð­kaup. „Þá mætti til dæm­is hella vín­inu yf­ir í karöfl­ur.“

En á hann sér upp­á­haldsvín? „Já, ég er mjög hrif­inn af Lindem­ans-vín­un­um. Svo eru Giacondi-vín­in al­veg sér­stak­lega fersk. Ég tók þátt í að smakka þau þeg­ar þau komu fyrst til lands­ins og þau náðu mér strax í byrj­un, en það er ekki alltaf þannig með kassavínin.“

Jó­hann Mar­el Við­ars­son, þjónn og kenn­ari í Vín­skóla Öl­gerð­ar­inn­ar, seg­ir mikl­ar fram­far­ir hafa orð­ið í gæð­um kassa­vína.

PICC­INI LÍF­RÆNT RÆKT­AÐ RAUЭVÍN – 2 LÍTR­AR

GATO NERO CH­AR­DONNAY – 3 LÍTR­AR

GIACONDI PINOT GRIGIO – 3 LÍTR­AR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.