SVART OG HVÍTT

HEIM­ILI Sara Hlín Hilm­ars­dótt­ir lífs­stíls­blogg­ari er að koma sér fyr­ir á nýju heim­ili á Sel­fossi. Hún seg­ir vegglímmið­a snið­uga leið til að hressa upp á leigu­hús­næði þar sem síð­ur má bora í veggi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Við flutt­um úr 150 fer­metra hús­næði í rétt um 40 fer­metra. Und­an­far­ið hef ég því ver­ið að græja og gera fínt hjá okk­ur,“seg­ir Sara Hlín Hilm­ars­dótt­ir lífs­stíls­blogg­ari þeg­ar hún er sp­urð út í nýj­ustu fram­kvæmd­irn­ar á heim­il­inu.

Með­al ann­ars fékk svefn­her­bergi fjöl­skyld­unn­ar and­lits­lyft­ingu. „Strák­ur­inn okk­ar sef­ur núna inni hjá okk­ur og mig lang­aði til að gera horn­ið hans meira fyr­ir hann en tengja það samt svefn­her­berg­inu. Ég bjó því til nafn­ið hans úr stafa­borða sem ég fékk frá Omdesign og hengdi yf­ir rúm­ið óróa eft­ir Fann­eyju Svans­dótt­ur, með svartri, hvítri og gulri flug­vél. Svo horfði ég á þenn­an stóra hvíta vegg sem er við bæði höfða­gafl­inn okk­ar og hans og velti fyr­ir mér hvað ég ætti að gera. Við er­um í leigu­hús­næði svo það má ekki mik­ið bora í veggi og eins fannst mér ekki heill­andi að eiga á hættu að eitt­hvað gæti dott­ið yf­ir okk­ur ef það kæmi jarð­skjálfti. Ég hafði séð skemmti­lega vegglímmið­a, krossa, á er­lend­um blogg­um og rakst svo á þá hjá Form límmið­ar. Ég plat­aði karl­inn minn í að setja þá upp og er ótrú­lega ánægð með út­kom­una. Hann bölv­aði mér nú svo­lít­ið þeg­ar hann hófst handa og þurfti að mæla allt út. En þó kom okk­ur á óvart hvað þetta var fljótlegt. Svona límmið­ar eru frá­bær­lega snið­ug­ir til að skreyta leigu­hús­næði.“

Sara seg­ist vera frek­ar míni­malísk þeg­ar hún er beð­in að lýsa stíln­um á heim­il­inu. Hún sé hrifin af klass­ísk­um hlut­um og fer var­lega í lita­val.

„Ég vil hafa alla veggi hvíta og nota frek­ar litla auka­hluti til að poppa upp. Ég er hrifin af svörtu og hvítu en þá er auð­velt að leika sér að því að bæta ein­hverju við sem er í tísku. Til dæm­is pass­ar kop­ar­lit­ur­inn sem er mik­ið núna vel við svart og hvítt. Það er nauð­syn­legt að breyta alltaf að­eins til. Þá er svo gam­an að koma heim.“

Sara Hlín hef­ur blogg­að um inn­an­húss­hönn­un, tísku og lífs­stíl á www.fag­ur­ker­ar.is síð­asta ár auk þess að stunda stíl­istanám í fjar­námi við London Col­l­e­ge of Style. „Ég lýk nám­inu um ára­mót­in og svo taka von­andi spenn­andi tímar við,“seg­ir Sara.

MYND­IR/SARA HLÍN

VEGGSKREYT­ING „Við er­um í leigu­hús­næði svo það má ekki mik­ið bora í veggi og eins fannst mér ekki heill­andi að eiga á hættu að eitt­hvað gæti dott­ið yf­ir okk­ur ef það kæmi jarð­skjálfti.“Svart­ir vegglímmið­ar urðu fyr­ir val­inu sem auð­velt er að taka nið­ur...

SMART Sara Hlín seg­ir nauð­syn­legt að breyta reglu­lega til og raða hlut­un­um upp á nýtt. Þá sé svo gam­an að koma heim.

LÍFSTÍLSBL­OGGARI Sara Hlín Hilm­ars­dótt­ir blogg­ar á Fag­ur­ker­ar.is og stund­ar stíl­istanám í fjar­námi við London Col­l­e­ge of Style.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.