BETRI LÍKAMSBEIT­ING BARNA

RÉTT LÍKAMSBEIT­ING Iðju­þjálf­a­fé­lag Ís­lands hef­ur stað­ið fyr­ir átak­inu Skóla­tösku­dög­um und­an­far­in níu ár. Grunn­skól­ar lands­ins eru heim­sótt­ir og börn­um leið­beint um rétta lík­ams­stöðu við skóla­borð og hvernig pakka skuli í skóla­tösk­una og halda á henni.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Skóla­tösku­dög­um Iðju­þjálf­a­fé­lags Ís­lands lauk síð­asta föstu­dag en þetta er ní­unda ár­ið í röð sem þeir eru haldn­ir. Höf­uð­verk­ur, vöðva­bólga og bak­verk­ur eru sí­vax­andi vanda­mál hjá fólki á öll­um aldri og er helsta markmið Skóla­tösku­daga að kynna ýms­ar for­varn­ir fyr­ir grunn­skóla­börn­um og for­eldr­um þeirra að sögn Dag­nýj­ar Hauks­dótt­ur, kynn­ing­ar­stjóra fé­lags­ins. „Þess­ir kvill­ar verða fleiri og tíð­ari með hækk­andi aldri og sú stað­reynd hef­ur beint sjón­um iðju­þjálf­ara að vinnu­vist­fræði barna hér á landi og hvaða úr­bæt­ur eru í boði.“

Átak­ið er í raun al­þjóð­legt og kynnt­ust fé­lags­menn því fyrst þeg­ar banda­rísk­ur iðju­þjálfi kom til lands­ins ár­ið 2006. „Stoð­kerf­is­vandi er vax­andi vanda­mál í vest­ræn­um sam­fé­lög­um og þar er­um við ekk­ert und­an­skil­in. Það hef­ur því mik­ið for­varn­ar­gildi að kenna ung­um krökk­um að raða rétt í skóla­tösk­ur og bak­poka, halda rétt á þeim og ekki síð­ur að sitja rétt við skrif­borð eða fyr­ir fram­an tölvu­skjá.“Auk for­varn­ar­þátt­ar­ins eru átak­ið einnig kynn­ing á ungri stétt iðju­þjálfa hér á landi að sögn Dag­nýj­ar en það er hald­ið í sam­vinnu við Land­læknisembæ­tt­ið.

Fé­lags­menn Iðju­þjálf­a­fé­lags­ins hafa und­an­far­in ár heim­sótt grunn­skóla lands­ins og lagt áherslu á þrjá ár­ganga; 1., 3. og 6. bekk. „Þetta er því svip­að­ur fjöldi sem við heim­sækj­um ár­lega. Í fyrra voru þetta um 1.400 börn sem við hitt­um og fjöld­inn í ár var svip­að­ur. Þá mæt­um við inn í kennslu­stund með fræðsl­una, ræð­um við börn­in og vigt­um skóla­tösk­urn­ar. Þau fá einnig bæk­ling send­an heim svo for­eldr­ar geti kynnt sér átak­ið. Núna er­um við einnig að þróa nýtt efni sem er ætl­að for­eldr­um sem eiga börn á loka­ári leik­skól­ans og eiga því eft­ir að kaupa fyrstu skóla­tösk­una.“

Dagný seg­ir erfitt að meta ná­kvæm­lega ár­ang­ur átaks­ins und­an­far­in ár. „Við sem för­um þó í sömu skól­ana ár eft­ir ár sjá­um að krakkar sem eru komn­ir í 6. bekk og fengu fræðslu frá okk­ur í 3. bekk kunna þetta enn­þá sem seg­ir okk­ur að starf okk­ar hafi vissu­lega bor­ið ár­ang­ur. Fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir eins og þess­ar geta nefni­lega skipt miklu máli fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp í fram­tíð­inni og von­andi læra þau sem mest af því. Þetta er ekki ósvip­að og að læra um­ferð­ar­regl­urn­ar, þær síast inn í huga barna til fram­tíð­ar og við von­um að svip­að verði upp á ten­ingn­um með fræðslu okk­ar.“

Þeir for­eldr­ar og for­ráða­menn sem vilja kynna sér átak­ið geta sótt upp­lýs­ing­ar inn á Face­book-síðu þess, Skóla­tösku­dag­ar, og inn á vef Iðju­þjálf­a­fé­lags Ís­lands, www.ii.is, þar sem með­al ann­ars má nálg­ast bæk­ling átaks­ins.

MYND/GETTY

BÖRNIN FRÆDD Iðju­þjálf­ar kenndu börn­um að pakka rétt í skóla­tösk­una og halda rétt á henni á Skóla­tösku­dög­um.

MYND/ÚR EINKA­SAFNI

FRÆÐSLA Dagný Hauks­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri Iðju­þjálf­a­fé­lags Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.