HEIL­BRIGÐ ÚT Á VIÐ

Slík of­uráhersla er lögð á heil­brigði í bæn­um Boulder í Banda­ríkj­un­um að átrösk­un­ar­sjúk­dóm­ar eru þar tölu­vert al­geng­ari en ann­ars stað­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Heil­brigð­ur lífs­stíll íbúa borg­ar­inn­ar Boulder er þekkt­ur um öll Bandaríkin. Hvert sem lit­ið er má sjá fólk hjóla, ganga eða fara um á hjóla­bretti. Veit­inga­stað­ir og kaffi­hús bjóða upp á líf­ræna rétti og í öll­um stór­mörk­uð­um er mik­ið úrval af fæðu­bót­ar­efn­um og víta­mín­um.

Kletta­fjöll­in fal­legu og það hve borg­in er hátt yf­ir sjáv­ar­máli dreg­ur að sér fólk sem hef­ur áhuga á íþrótt­um og úti­vist og þeirra á með­al heims­fræga íþrótta­menn.

Hin hlið­in á pen­ingn­um er hins veg­ar ekki eins fal­leg. Menn­ing­in í Boulder er þannig að of­uráhersla er lögð á að fólk eigi að vera heilbrigt og líta vel út. Það mik­il að þessi ímynd er köll­uð „Boulder Bo­dy“eða „Boulderlík­am­inn“og allt kapp er lagt á að ná þeirri ímynd.

Að sögn dr. Maliu Sperry er fjölg­un þeirra sem kljást við átrösk­un­ar­sjúk­dóma, þeirra á með­al anor­ex­íu og búlimíu, land­læg í Banda­ríkj­un­um, bæði á með­al karla og kvenna en fjölg­un­in er sér­stak­lega hröð í Boulder.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að íbú­ar Boulder eru þeir grennstu í Banda­ríkj­un­um og eru skráð­ir í ann­að sæti í heil­brigði. Þrátt fyr­ir það ná þeir að­eins upp í 46. sæti í and­legri heilsu og í há­skóla borg­ar­inn­ar eru þrisvar sinn­um fleiri haldn­ir átrösk­un­ar­sjúk­dóm­um en al­mennt í há­skól­um lands­ins.

Átrösk­un­ar­sjúk­ling­ar sem búa í Boulder segj­ast myndu bet­ur ráða við sjúk­dóm­inn ef þeir byggju ann­ars stað­ar. Einnig að fólk verði ekki átrösk­un­ar­sjúk­ling­ar við það að búa í Boulder en sú áhersla sem lögð er á heil­brigði þar ýti vissu­lega und­ir sjúk­dóm­inn.

MYND/GETTY

MIK­IL HREYF­ING Íbú­ar Boulder hreyfa sig mik­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.