EIRBERG LÍFSTÍLL OPN­UÐ Í KR­INGL­UNNI

EIRBERG KYNN­IR Eirberg hef­ur opn­að nýja og glæsi­lega lífs­stíls­versl­un á fyrstu hæð í Kr­ingl­unni. Versl­un­in heit­ir ein­fald­lega Lífstíll og kem­ur til með að bjóða upp á mjög vand­að­an varn­ing sem hing­að til hef­ur ekki ver­ið að­gengi­leg­ur hér á landi.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Versl­un­in Eirberg Heilsa að Stór­höfða ætti að vera flest­um lands­mönn­um kunn­ug, en versl­un sú hef­ur lengi boð­ið fag­að­il­um og al­menn­ingi upp á vand­að­ar heil­brigð­is­vör­ur, sér­hæfða ráð­gjöf og fag­lega þjón­ustu. Markmið Eir­bergs er að efla heilsu, auð­velda fólki störf sín og stuðla að vinnu­vernd og hag­ræði. Eirberg bygg­ir á traust­um fag­leg­um grunni á heil­brigð­is­sviði og starfs­fólk kapp­kost­ar að bjóða ein­göngu við­ur­kennd­ar og vand­að­ar vör­ur.

Nú hyggst hið rót­gróna fyr­ir­tæki nýta þenn­an bak­grunn og hug­sjón í nýrri versl­un með nýj­um áhersl­um í Eir­bergi Kr­ingl­unni. Með auknu vöru­úr­vali og fjölg­un við­skipta­vina þótti aðstandend­um Eir­bergs ástæða til að opna nýja versl­un með öðr­um áhersl­um. Með Eir­bergi Lífstíl er horft til kúnna­hóps sem vill til­einka sér virk­an, ein­fald­an, þægi­leg­an og vist­væn­an lífs­stíl. „Vöru­úr­val­ið var orð­ið svo mik­ið fyr­ir al­menn­ing og al­menn­an not­anda að það skap­að­ist grund­völl­ur fyr­ir nýja búð,“seg­ir Krist­inn John­son, mark­aðs­stjóri Eir­bergs. Búð­in mun bjóða upp á klass­ísk­ar Eir­bergs­vör­ur eins og loft­hreinsi­og raka­tæki, þjálf­un­ar- og æf­inga­vör­ur, dag­ljós og heilsu­kodda, hita­með­ferð, nudd­tæki og heim­il­is-spa. En ekki er nóg með það því einnig mun versl­un­in verða sú fyrsta á Íslandi til að selja vör­ur frá fyr­ir­tæk­inu House of Marley og hina gríð­ar­lega vin­sælu Wets-skó.

HOUSE OF MARLEY

House of Marley verð­ur með Shop-inShop í Eirberg Lífstíl. Vöru­lín­an sam­an­stend­ur af vönd­uð­um heyrn­ar­tól­um, hljóm­flutn­ings­tækj­um, arm­bandsúr­um og tösk­um. Ekk­ert hef­ur ver­ið til spar­að í hönn­un og fram­leiðslu hjá Marley. Vörumerk­ið er í eigu Bob Marley-fjöl­skyld­unn­ar sem legg­ur per­sónu­leg­an metn­að í fram­leiðslu og efn­is­val. Vör­urn­ar eru fram­leidd­ar á vist­væn­an hátt úr end­urunn­um efn­um. Hug­sjón fyr­ir­tæk­is­ins bygg­ist á hug­mynda­fræði fjöl­skyld­unn­ar sem geng­ur út á auk­in gæði, bætt­an hag um­hverf­is­ins og skuld­bind­ingu gagn­vart góð­gerð­ar­mál­um á heimsvísu. Markmið þeirra er að auðga líf fólks í gegn­um frá­bæra upp­lif­un af vör­un­um frá Marley ásamt því að láta hluta söl­unn­ar renna til stuðn­ings góð­gerð­ar­verk­efn­um um all­an heim. Marley-vör­urn­ar eru fram­leidd­ar með sjálf­bær­um hætti úr vist­væn­um efn­um, þar á með­al hinu sér­fram­leidda REWIND™ efni, vefn­að­ar­vöru, end­urunnu plasti, end­urunn­um málm­um, bambus og For­est Stew­ards­hip Council vott­uð­um skógum.

WETS

Skórn­ir frá Wets eru ein­stak­lega vel hann­að­ir, ein­fald­ir og praktísk­ir. Þeir eru vatns­held­ir, hlý­ir og sól­arn­ir hafa st­amt grip sem hent­ar sér­stak­lega vel fyr­ir ís­lensk veð­ur­skil­yrði. Skórn­ir eru fá­an­leg­ir í nokkr­um mis­mun­andi lit­um.

TUFTE

Tufte er ný lína sem einnig verð­ur boð­ið upp á í versl­un­inni Eir­bergi Lífstíl. Í lín­unni eru sokk­ar og nær­föt sem eru nán­ast al­far­ið unn­in úr bambus. Bambus hef­ur ým­is­legt að bjóða sem önn­ur efni gera ekki, hann er t.d. marg­falt mýkri en bóm­ull og nán­ast eins og silki við­komu. Hann and­ar mun bet­ur, er bakt­eríu­drep­andi og um­hverf­i­s­vænn þar að auki.

VISTVÆNN LÍFSTÍLL Eirberg Lífs­stíll ein­blín­ir á kúnna­hóp sem vill til­einka sér virk­an, ein­fald­an, þægi­leg­an og vist­væn­an lífs­stíl.

VAND­AЭAR VÖR­UR Vör­urn­ar eru fram­leidd­ar á vist­væn­an hátt úr end­urunn­um efn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.