KEYRÐI LEST­INA ÁFRAM ÁN LÁTA

STYRKT­AR­TÓN­LEIK­AR Flest­ir högg­þyngstu trommu­leik­ar­ar lands­ins mæta í Hörpu á sunnu­dag þeg­ar styrkt­ar­tón­leik­ar til heið­urs trommu­leik­ar­an­um John Bon­ham verða haldn­ir. All­ur ágóði tón­leik­anna renn­ur til MND fé­lags­ins.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Einn fremsti rokktrommu­leik­ari sög­unn­ar, John Bon­ham úr Led Zepp­el­in, verð­ur heiðr­að­ur í Hörpu á sunnu­dag­inn. Um sér­staka styrkt­ar­tón­leika er að ræða en all­ur ágóði þeirra renn­ur til MND fé­lags­ins á Íslandi sem vinn­ur að vel­ferð þeirra sem haldn­ir eru MND hreyfitaug­a­hrörn­un og öðr­um vöðva- og tauga­sjúk­dóm­um. Stór hluti þekkt­ustu tromm­ara lands­ins mæt­ir í Hörpu að sögn Birg­is Jóns­son­ar, trommu­leik­ara Dimmu og ann­ars skipu­leggj­enda tón­leik­anna ásamt Kristni Snæ Agn­ars­syni, sem með­al ann­ars hef­ur leik­ið með John Gr­ant og Jónasi Sig og Rit­vél­um fram­tíð­ar­inn­ar. Birg­ir seg­ir Bon­ham, sem lést ár­ið 1980, hafa haft gríð­ar­lega mik­il áhrif á kyn­slóð­ir trommu­leik­ara og ekki síð­ur á rokk­tónlist á sín­um tíma. „Bon­ham tók mik­ið pláss í tónlist Led Zepp­el­in án þess þó að vera með ein­hver læti. Hann hafði mjög kraft­mik­inn tromm­ustíl og lagði grunn­inn und­ir tónlist sveit­ar­inn­ar þótt hann væri ekki með fyr­ir­ferð­ar­mik­il trommu­sóló. Hann var með stór­ar tromm­ur og lamdi fast og keyrði raun­ar band­ið áfram eins og lest. Þannig var hann fest­an og klett­ur­inn í þess­ari frægu og einni áhrifa­mestu rokksveit tón­list­ar­sög­unn­ar. Sann­ar­lega guð­fað­ir rokktrommu­leiks og til­finn­inga­legs trommu­leiks.“

Hug­mynd­in að tón­leik­un­um kvikn­aði á tón­list­ar­há­tíð­inni Eistna­flugi í Nes­kaup­stað í sum­ar þar sem þeir Birg­ir og Krist­inn tóku tal sam­an yf­ir bjórglasi. „Ég sagði hon­um frá skemmti­leg­um tón­leik­um sem ég fór á fyrr á ár­inu í Los Ang­eles þar sem fræg­ir trommu­leik­ar­ar komu sam­an og spil­uðu tónlist Led Zepp­el­in. Okk­ur fannst upp­lagt að gera það sama hér á landi og rædd­um hug­mynd­ina við fleiri. Áð­ur en við viss­um af vildu all­ir vera með.“

Fljót­lega kom upp sú hug­mynd að gera úr þessu styrkt­ar­tón­leika og að sögn Birg­is lá bein­ast við að styrkja MND fé­lag­ið en trommu­leik­ar­inn góð­kunni, Rafn Jóns- son, var einn stofn­enda fé­lags­ins og var auk þess góð­ur vin­ur og kunn­ingi eldri tromm­ara í hópn­um.

Tón­leik­arn­ir sjálf­ir verða með óhefð­bundnu sniði að sögn Birg­is og alls ekki hefð­bundn­ir heið­ur­s­tón­leik­ar. „Allt í allt eru þetta ell­efu trommu­leik­ar­ar og fjöl­marg­ir þekkt­ir hljóð­færa­leik­ar­ar ásamt stór­skota­liði söngv­ara. Það verð­ur þó ekki sama hljóm­sveit­in á sviði all­an tím­ann, hljóð­færa­leik­ar­ar koma og fara og taka yf­ir­leitt 1-2 lög. Tromm­u­sett­ið verð­ur auð­vit­að fremst á svið­inu og fær mestu at­hygl­ina.“Hann seg­ir hóp­inn ekki hafa æft mik­ið sam­an. „Þetta verð­ur meira veisla og djamm og von­andi bara gam­an fyr­ir áhorf­end­ur. Það má al­veg byrja lög­in upp á nýtt og menn eru ekki endi­lega að spila þau ná­kvæm­lega eins og á plöt­un­um held­ur taka eig­in túlk­un á þeim. Við flytj­um ekki endi­lega fræg­ustu lög Led Zepp­el­in, til dæm­is munu tón­leika­gest­ir ekki heyra fræg­asta lag þeirra Stairway to Hea­ven. Tromm­ar­arn­ir völdu frek­ar þau lög sem þeir vildu tromma og höfðu sér­staka þýð­ingu fyr­ir þá.“

Tón­leik­arn­ir hefjast kl. 20 í Hörpu á sunnu­dag. Að­gangs­eyr­ir er 3.000 kr. en all­ur ágóði tón­leik­anna renn­ur til MND fé­lags­ins eins og fyrr seg­ir.

MYND/VIL­HELM

GÓЭUR HÁVAÐI „Tromm­u­sett­ið verð­ur auð­vit­að fremst á svið­inu og fær mestu at­hygl­ina,“segja þeir Birg­ir Jóns­son og Krist­inn Snær Agn­ars­son, skipu­leggj­end­ur tón­leik­anna.

VINSÆLIR Led Zepp­el­in er ein sölu­hæsta hljóm­sveit tón­list­ar­sög­unn­ar. John Bon­ham er ann­ar frá hægri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.