MAT­UR ER OKK­AR MÁL

SÝNI KYNN­IR Mat­væla­skól­inn hjá Sýni sér­hæf­ir sig í fjöl­breyttu fræðslu­starfi sem á einn eða ann­an hátt teng­ist mat­væl­um. Þar má finna skemmti­leg nám­skeið fyr­ir stærri og minni hópa og góð­ar hug­mynd­ir að óvissu­ferð­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Við bjóð­um bæði upp á op­in nám­skeið sem hald­in eru í kennslu­stofu og kennslu­eld­húsi að Lyng­hálsi 3, og nám­skeið sem eru að­lög­uð að fyr­ir­tækj­um eða hóp­um,“seg­ir Guð­rún Ad­olfs­dótt­ir. Hún er einn af fimm ráð­gjöf­um og mat­væla­fræð­ing­um Mat­væla­skól­ans hjá Sýni, en skól­inn sér­hæf­ir sig í fjöl­breyttu fræðslu­starfi sem teng­ist mat­væl­um á ein­hvern hátt.

„Nám­skeið­in get­um við bæði hald­ið hér hjá okk­ur eða í við­kom­andi fyr­ir­tækj­um,“seg­ir Guð­rún og bend­ir á að Mat­væla­skól­inn hafi far­ið með nám­skeið sín um allt land á öll­um tím­um árs­ins. „Enda telj­um við sveigj­an­leika okk­ar að­als­merki,“seg­ir hún glað­lega.

Nám­skeið­in um gæða­mál, með­ferð mat­væla og vellíð­an í vinn­unni eru vin­sæl­ust að sögn Guð­rún­ar. „Við leggj­um mikla áherslu á að und­ir­búa nám­skeið­in okk­ar í sam­ráði við við­skipta­vini okk­ar og telj­um það mik­il­vægt í að ná sem best­um ár­angri.“Sem dæmi um önn­ur nám­skeið nefn­ir Guð­rún mat­reiðslu­nám­skeið um norð­ur-afr­ísk­an mat og ann­að um holl­an, heima­gerð­an og hag­kvæm­an mat.

Mat­væla­skól­inn býð­ur einnig upp á 60 kennslu­stunda grunn­nám sem ætl­að er starfs­fólki í mat­væla­grein­um auk Gæða­stjórn­un­ar I og II sem eru fram­halds­nám­skeið.

VEL ÚTBÚIÐ ELDHÚS Skemmti­legt er fyr­ir hópa að koma og elda í glæsi­legu eld­húsi Mat­væla­skól­ans hjá Sýni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.