AF BESTU LYST FYR­IR HEILS­UNA

FOR­LAGIÐ KYNN­IR bók­ina Af bestu lyst. Upp­skrift­irn­ar samdi Heiða Björg Hilm­ars­dótt­ir, nær­ing­ar­rekstr­ar­fræð­ing­ur og deild­ar­stjóri eld­húsa Land­spít­al­ans, í sam­ráði við Hjarta­vernd, Krabbamein­sfélagið og Embætti land­lækn­is.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

g get sann­ar­lega mælt með bók­inni Af bestu lyst og sér­stak­lega fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur. Upp­skrift­irn­ar taka mið af þörf­um ungra barna en þeim fylgja leið­bein­ing­ar um hvernig má breyta þeim fyr­ir þau yngstu. Til dæm­is að taka frá hluta áð­ur en krydd og ann­að sem hent­ar börn­um illa er sett sam­an við,“seg­ir Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir sem rit­stýrði texta bók­inn­ar að hluta.

„Í bók­inni er far­ið eft­ir nú­tíma­leg­um mann­eld­is­mark­mið­um. Þar má finna nýj­ar út­gáf­ur af ýms­um þekkt­um rétt­um. Einnig get ég mælt með bók­inni fyr­ir þá sem þurfa að gæta að mataræð­inu þar sem upp­skrift­irn­ar eru yf­ir­farn­ar hjá Hjarta­vernd, Krabba­meins­fé­lag­inu og Embætti land­lækn­is. Þetta er fjórða bók­in og þær hafa all­ar ver­ið gefn­ar út í sam­starfi við þessa að­ila,“seg­ir Nanna en síð­asta bók í þess­um flokki kom út 2008.

„Þess­ar bækur hafa ver­ið mjög vin­sæl­ar. For­lagið gaf út fyrstu þrjár bæk­urn­ar í einu bindi á síð­asta ári til að svara eft­ir­spurn­inni,“út­skýr­ir Nanna.

Í bók­inni eru fjöl­marg­ar upp­skrift­ir að holl­um og ljúf­feng­um rétt­um. Lögð er áhersla á spenn­andi mat sem er í senn góð­ur á bragð­ið, góð­ur fyr­ir heils­una, budduna og um­hverf­ið. Lauf­ey Stein­gríms­dótt­ir nær­ing­ar­fræð­ing­ur rit­ar inn­gang að bók­inni.

MYND/VILHELM

MÆLIR MEÐ Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir mælir með Af bestu lyst fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur.

LJÚFFENGT Kjúk­linga­sal­at með ses­amsósu. Upp­skrift úr bók­inni Af bestu lyst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.