VETRARFLÍK­URNAR TEKN­AR Í GEGN

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Yf­ir­hafn­ir og aðr­ar stór­ar og mikl­ar vetr­arflík­ur eru oft eigu­leg­ar og í mörg­um til­fell­um dýr­ari en flest önn­ur föt. Því er mik­il­vægt að hugsa vel um þess­ar flík­ur. Þeir sem ætla ekki að kaupa nýja yf­ir­höfn hafa vænt­an­lega náð í gömlu vetrarflík­urnar sín­ar en áð­ur en þær eru not­að­ar get­ur ver­ið ágætt að yf­ir­fara þær. Þríf­ið flík­ina. Skell­ið henni í þvotta­vél­ina ef það má en far­ið ann­ars með hana í hreins­un. At­hug­ið hvort ein­hverj­ar töl­ur eru laus­ar eða hvort ein­hver saum­spretta leyn­ist frá síð­asta vetri. Bæt­ið úr mál­un­um ef þörf er á. Ná­ið nýju lífi í dúnúlp­una. Ef fyll­ing­in í úlp­unni er orð­in klesst má hengja hana upp inni á bað­her­bergi á með­an far­ið er í sturtu. Þannig á fyll­ing­in að tútna aft­ur út. Einnig er hægt að setja úlp­una í þurrk­ar­ann (ef hún þol­ir það) í smá stund ásamt nokkr­um tenn­is­bolt­um. Far­ið yf­ir alla vetr­ar- og kulda­skó. At­hug­ið hvort hæl­ar eru vel fest­ir og heil­ir. Gott ráð er að láta setja nýja sóla sem eru góðir í hálku á skóna hjá skósmið. Það leng­ir einnig líf­tíma þeirra. Einnig er snið­ugt að láta vatns­verja leð­ur­skó svo þeir fari ekki illa í slyddu og snjó. Það er líka gott ef skór og stíg­vél er­uð orð­in klesst af ver­unni lengst inni í skáp­um eða geymslu að fylla þá með dag­blaðapapp­ír til að þeir nái réttu formi á ný. Þeg­ar byrj­að hef­ur ver­ið á þessu verki er til­val­ið að end­ur­skipu­leggja fata­skáp­ana í leið- inni. Rað­ið öllu snyrti­lega inn í skáp­ana og finn­ið hverri flík til­tek­inn stað. Snið­ugt er að flokka föt­in á ákveð­inn máta, til dæm­is út­hluta hverj­um fjöl­skyldu­með­lim eina skúffu í skápn­um fyr­ir öll úti­föt­in hans. Eða setja all­ar húf­ur í eina skúffu, vett­linga í aðra og svo fram­veg­is. Til þess að koma öll­um hlýju föt­un­um fyr­ir er gott að setja þau föt sem ekki verða not­uð í vet­ur innst í skáp­ana eða jafn­vel inn í geymslu. Þótt su­mar­klæðn­að­ur­inn taki minna pláss er nauð­syn­legt að ganga vel frá hon­um. Gott er að setja við­kvæm föt í hreins­un, jafn­vel þótt þau séu ekki óhrein þá gæti ver­ið sólarol­ía eða ilm­vatn í þeim sem fer ekki vel með þau og blett­ir kom­ið eft­ir þessi efni síð­ar meir.

DÚNÚLPAN Snið­ugt er að gefa dúnúlp­unni nýtt líf með því að hengja hana upp inni á baði á með­an sturt­an er í gangi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.