ÞRIF Á STÓL­UM FYR­IR FYR­IR­TÆKI

HREINS­ANDI KYNN­IR Hreins­andi býð­ur fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um upp á þrif á hús­gögn­um. Hreins­andi bæði sæk­ir hús­gögn­in á stað­inn og skil­ar og hægt er að fá lán­uð hús­gögn á með­an hreins­un stend­ur yf­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þetta er til­tölu­lega ný þjón­usta hjá okk­ur en við hreins­um hús­gögn fyr­ir stofn­an­ir og fyr­ir­tæki,“út­skýr­ir Daníel Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Hreins­anda ehf.

„Við hreins­um sófa­sett og stóla af bið­stof­um, setu­stof­um og fyr­ir­lestra­söl­um, skrif­stofu­stóla og fleira. Hægt er að fá lán­aða stóla hjá okk­ur á með­an ver­ið er að hreinsa hús­gögn­in en öll hreins­un fer fram í hús­næði okk­ar að Elds­höfða 1. Þar höf­um við full­kom­in tæki og efni til djúp­hreins­un­ar og einnig þurrk­klefa en við þurrk­um hús­gögn­in eft­ir hreins­un. Við ná­um í hús­gögn­in í við­kom­andi fyr­ir­tæki og skil­um þeim aft­ur, hrein­um og þurr­um. Við tók­um þrjú hundruð stóla um dag­inn og höf­um tek­ið allt upp í sjö hundruð stóla í einu.“

Hreins­andi þjón­ust­ar fyr­ir­tæki um allt land. Starfs­mað­ur fer þá á stað­inn með bún­að til hreins­un­ar. „Þar er eini mun­ur­inn á að við þurrk­um ekki hús­gögn­in þar sem að­stað­an til þess er hér í Reykja­vík.“

HREINS­UN Á MYGLU­SVEPP

„Við er­um einnig að hreinsa myglu­svepp úr hús­gögn­um og inn­an úr hí­býl­um fólks en starfs­menn okk­ar hafa far­ið á nám­skeið í hreins­un myglu­sveppa. Við mæt­um á stað­inn, met­um hvað er á ferð­inni og til hvaða að­gerða þarf að grípa. Við köll­um einnig fag­mann til að meta að­stæð­ur ef þess þarf. Íbú­ar geta þurft að flytja út í nokkra daga með­an á hreins­un stend­ur,“seg­ir Daníel.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á heima­síðu Hreins­anda: www.hreins­andi.is og í síma 577 5000.

DJÚP­HREINS­UN Hreins­andi ehf. ann­ast djúp­hreins­un á stól­um og sóf­um fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Hús­gögn­in eru sótt á stað­inn, þau djúp­hreins­uð og þurrk­uð og keyrð aft­ur í hús.

EINS OG NÝTT „Öll hreins­un fer fram í hús­næði okk­ar að Elds­höfða 1. Þar höf­um við full­kom­in tæki og efni til djúp­hreins­un­ar,“seg­ir Daníel Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Hreins­anda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.