VILJA FÁ FIMLEIKAHÚ­S Í BREIЭHOLT­IÐ

FIM­LEIK­AR ENDURVAKTI­R Íþrótta­fé­lag Reykja­vík­ur, ÍR, kenn­ir nú fim­leika að nýju en ekki hafa ver­ið æfð­ir fim­leik­ar hjá fé­lag­inu í þrjá­tíu ár. Byrj­að er nán­ast á núlli og er nú safn­að fyr­ir tækj­um og tól­um sem þarf til að halda úti öfl­ugu starfi í Breið­holt

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Þeg­ar ÍR var stofn­að ár­ið 1907 var það einkum gert á grunni fim­leika. Fyrstu tutt­ugu ár­in settu fim­leik­arn­ir mik­inn svip á fé­lag­ið. Með tím­an­um dal­aði starf­ið og nú eru 31 ár síð­an fim­leik­ar voru síð­ast æfð­ir hjá fé­lag­inu. En nú í haust varð breyt­ing þar á þeg­ar byrj­að var að kenna fim­leika á yngsta stigi. Þar fer fremst­ur í flokki þjálf­ar­inn, Sig­ríð­ur Ósk Fann­dal.

SAFNA FYR­IR LOFTDÝNU

„Þeg­ar ÍR ákvað að end­ur­vekja fim­leik­ana var kom­ið að máli við mig og ég hef því ver­ið með í skipu­lagn­ing­unni frá upp­hafi,“seg­ir Sig­ríð­ur sem er mennt­að­ur íþrótta­fræð­ing­ur, íþrótta- og grunn­skóla­kenn­ari og að klára sál­fræði­gráðu. Hún hef­ur ára­langa reynslu af að þjálfa al­menn­ing og af­reks­menn í fim­leik­um og sundi en skemmti­leg­ast finnst henni að vinna með krökk­um.

Ákveð­ið var að byrja smátt og þannig eru fim­leik­ar nú kennd­ir í tveim­ur hóp­um, fyr­ir fimm ára og síð­an 6 til 7 ára. „Það er spenn­andi en líka meiri­hátt­ar að­gerð að byggja upp fim­leika­deild sér­stak­lega þeg­ar lit­ið er til fjár­mögn­un­ar,“seg­ir Sig­ríð­ur. Deild­in hef­ur þó not­ið stuðn­ings frjálsí­þrótta­deild­ar ÍR sem held­ur ut­an um starf­ið og styrkti um tvær millj­ón­ir til tækja­kaupa. „Við höf­um keypt nokk­ur áhöld en enn er mik­ið starf fyr­ir hönd­um,“seg­ir Sigga. Þeg­ar er bú­ið að kaupa nokkr­ar dýn­ur og einn kubb. Næst á dag­skrá er að safna fyr­ir loftdýnu. „Við ætl­uð­um að kaupa not­aða dýnu af fim­leika­fé­lagi en það gekk ekki eft­ir. Því þurf­um við að kaupa nýja dýnu sem kost­ar milli 1,6 og 1,8 millj­óna króna.“Til þess að ná settu mark­miði hef­ur ver­ið stofn­uð for­eldra­deild sem vinn­ur að fjár­öfl­un­ar­leið­um. „Svo höf­um við sótt um styrki og haft sam­band við fyr­ir­tæki.“

DREYM­IR UM FIMLEIKAHÚ­S

Fim­leikaæf­ing­ar fara vel af stað. „Við aug­lýst­um ekk­ert í haust nema inn­an fé­lags­ins. Við finn­um fyr­ir eft­ir­spurn og það stefn­ir jafn­vel í að við þurf­um að fjölga hóp­um eft­ir ára­mót.

Fim­leika­deild­in, sem mun ein­beita sér að hóp­fim­leik­um, hef­ur að­stöðu í íþrótta­hús­inu í Aust­ur­bergi. Það dug­ar eins og er en draum­arn­ir ná þó enn lengra. „Draum­ur­inn er að ÍR fái eig­ið fimleikahú­s í Breið­holt­ið. Það væri frá­bært fyr­ir Breið­hylt­inga að geta ver­ið í sínu eig­in fé­lagi, í sínu eig­in hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æf­ing­ar út fyr­ir það.“

MYND/STEFÁN

KÁTIR KRAKKAR Sig­ríð­ur Ósk og að­stoð­ar­þjálf­ar­inn Katrín Ró­berts­dótt­ir með hress­um fim­leika­krökk­um í ÍR.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.