LÉTT­VÍN HOLLT FYR­IR HJART­AÐ EF FÓLK HREYF­IR SIG REGLU­LEGA

HJART­AÐ Ný rann­sókn sem kynnt var á al­þjóð­legri ESC-ráð­stefnu um æða- og hjarta­sjúk­dóma sem hald­in var í Barcelona sýn­ir að létt­vín get­ur haft góð áhrif á heils­una sé þess neytt í hófi og hreyf­ing stund­uð.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Mis­mun­andi fregn­ir ber­ast sí­fellt af því hvort létt­vín sé gott fyr­ir heils­una. Sam­kvæmt þess­ari nýju rann­sókn hef­ur létt­vín góð áhrif á hjarta- og æða­sjúk­dóma en ein­ung­is hjá þeim hópi sem hreyf­ir sig að stað­aldri. Það þýð­ir því ekk­ert að leggj­ast upp í sófa eft­ir vinnu og eiga kós­í­kvöld með rauð­víns­glasi. Þetta er fyrsta lang­tím­a­rann­sókn­in sem ber sam­an áhrif rauð­víns og hvít­víns á æða­kölk­un. Vín­ið virð­ist geta lækk­að vont kó­lester­ól en drekka þarf í hófi og hreyfa sig að auki. Þá kom í ljós að hvít­vín hef­ur sömu eig­in­leika og rauð­vín. Áð­ur var tal­ið að ein­ung­is rauð­vín væri gott fyr­ir heils­una.

Í rann­sókn­inni voru 146 mann­eskj­ur skoð­að­ar og héldu þær dag­bók um mataræði, drykkju­venj­ur og hreyf­ingu. Þetta fólk var val­ið af handa­hófi fyr­ir rann­sókn­ina. Þátt­tak­end­um var sagt að drekka 2 dl (kon­ur) og 3 dl (karl­ar) af rauð­víni eða hvít­víni á dag að há­marki fimm sinn­um í viku. Drukk­ið var Pinot Noirrauð­vín og Ch­ar­donnay-Pinot- hvít­vín frá sama ári og bæði vín­in frá Tékklandi þar sem rann­sókn­in var fram­kvæmd.

Kó­lester­ól var mælt reglu­lega og aðr­ir þætt­ir skoð­að­ir sér­stak­lega eins og mataræði og hreyf­ing. Ekki var mik­ill mun­ur á góðu kó­lester­óli eft­ir eitt ár en hættu­lega kó­lester­ól­ið hafði lækk­að og að­eins meira hjá rauð­víns­hópn­um held­ur en þeim sem drakk hvít­vín. Báð­ar teg­und­irn­ar virt­ust þó lækka hættu­legt kó­lester­ól tals­vert.

Rann­sókn­in þyk­ir sýna að reglu­leg hreyf­ing, að minnsta kosti tvisvar í viku, auk hóf­legr­ar neyslu létt­víns, dreg­ur úr æða­kölk­un og vernd­ar þar af leið­andi gegn hjarta- og æða­sjúk­dóm­um.

Áætl­að er að gera sams kon­ar rann­sókn á fólki sem er í mik­illi hættu að fá hjarta- og æða­sjúk­dóma, tek­ur inn blóð­fitu­lækk­andi lyf og hreyf­ir sig reglu­lega.

Fyrri rann­sókn­ir hafa bent til þess að létt­vín auki magn góða kó­lester­óls­ins en ekki hafa áð­ur ver­ið skoð­uð áhrif bæði rauð­víns og hvít­víns. Þeir, sem finnst gott að fá sér létt­víns­glas með matn­um, geta gert það án sam­visku­bits. En muna þarf að ekki er æski­legt að klára flösk­una. Þessi rann­sókn eins og flest­ar aðr­ar stað­festa þar fyr­ir ut­an nauð­syn hreyf­ing­ar fyr­ir all­an ald­ur, ekki síst þeirra sem eiga á hættu að fá hjarta- og æða­sjúk­dóm og að fólk gæti að mataræð­inu.

ESC-ráð­stefn­an, Evr­ópu Society of Car­di­ology, er sú stærsta sem hald­in er á sviði hjarta­lækn­inga. Ráð­stefn­an fór fram 30. ág­úst til 3. sept­em­ber sl. í Barcelona á Spáni.

MYND/GETTY

SKÁL Rauð­vín eða hvít­vín get­ur ver­ið hollt fyr­ir hjart­að sé þess neytt í hófi. Þá er nauð­syn­legt að hreyfa sig að auki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.