NÝR KJÓLL Á HVERJ­UM DEGI

TÍSKULEGUR MEISTARAMÁ­NUÐUR Ás­dís Þórólfs­dótt­ir spænsku­kenn­ari er hálfn­uð með meist­ara­mán­að­ar­áskor­un sína. Sú snýst um að klæð­ast mis­mun­andi kjól á hverj­um degi mán­að­ar­ins.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

g á ekki 31 kjól og er því skemmti­lega nauð­beygð til að kaupa mér nokkra slíka,“seg­ir Ás­dís, sem hef­ur það sem af er októ­ber­mán­uði klæðst sex­tán kjól­um úr eig­in eigu og enn á hún nokkra til við­bót­ar. „Nú þarf ég að fara að skipu­leggja mig vel næstu daga.“

Innt eft­ir því hvernig þessi meist­ara­mán­að­ar­áskor­un hafi kom­ið til svar­ar Ás­dís: „Ég er spænsku­kenn­ari og í spænsku 200 er ég að kenna nem­end­um mín­um um föt­in. Þann 1. októ­ber setti ég hópn­um mín­um fyr­ir það verk­efni að lýsa föt­um sín­um þann dag­inn. Ég fékk kenn­ara­nema til að taka mynd af mér eins og dúkku­lísu fyr­ir Face­book-síðu hóps­ins og skrif­aði við mynd­ina á spænsku að ég væri í rauð­um kjól með svört­um dopp­um. Þarna í byrj­un októ­ber voru all­ir að tala um meist­ara­mán­uð. Þeir ætl­uðu að gera arm­beygj­ur, borða chia-graut og lesa skáld­sög­ur. Ég hugs­aði með mér að það gæti ver­ið mín áskor­un að klæð­ast nýj­um kjól á hverj­um degi,“seg­ir Ás­dís. Hún byrj­aði fyrst á að setja mynd­ir af sér á Face­book. „Þótt meistaramá­nuður snú­ist mik­ið um að vera egó­sentrísk­ur fannst mér það full­mik­ið og ákvað því að búa til Pin­t­erest-síðu sem musteri um kjól­ana mína,“seg­ir hún glett­in.

INNIKJÓLAR Á SUNNUDÖGUM

Ás­dís seg­ist ekki hafa átt­að sig á því í byrj­un hversu marga kjóla hún ætti í raun en þeir eru yf­ir tutt­ugu tals­ins. „En ég er líka bú­in að fara í rifna kjóla, gamla kjóla og á sunnudögum passa ég mig á að nota innikjól­ana sem ég nota til að skúra í,“seg­ir hún. Ás­dís er á leið til Róm­ar með sam­starfs­fé­lög­um sín­um úr Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð og hlakk­ar til að kom­ast á kjóla­mark­aði þar ytra. „Fólk hef­ur spurt mig hvort ég geti ekki feng­ið lán­aða kjóla en mér finnst það gera lít­ið úr þess­ari frá­bæru ástæðu minni til að af­saka kjóla­kaup,“seg­ir hún og hlær.

BÖRN­IN TAKA MYNDIRNAR

Fyrstu myndirnar af Ás­dísi voru tekn­ar inni á skrif­stofu í ull­ar­sokk­um og inni­skóm. „Ég fékk skamm­ir frá vin­kon­um mín­um fyr­ir þessi ósmekk­leg­heit og hef reynt að bæta mig með ull­ar­sokk­ana. Svo hef ég líka ver­ið að þróa myndirnar með því að finna skemmti­leg­an bak­grunn fyr­ir þær. Ég er bú­in að vera með hús ná­granna­kon­unn­ar, bóka­safn­ið í Nor­ræna hús­inu og fjör­una. Núna þeg­ar ég fer til Róm­ar er stefn­an að taka mynd­ir með Pét­urs­kirkj­una og Co­losse­um í bak­sýn.“

HHIPPALEG MEÐ MIK­IÐ HÁR

Ás­dís geng­ur tölu­vert í kjól­um og finnst skemmti­leg­ir hippaleg­ir og lit­rík­ir kjól­ar. „Nem­end­urn­ir segj­ast þekkja mig úr fjar­lægð á lit­rík­um kjól­um og miklu hári,“seg­ir Ás­dís kím­in. Kjól­ar voru henni þó ekki alltaf jafn hug­leikn­ir. „Ég var al­ger stráka­stelpa þeg­ar ég var lít­il og þoldi eekki kjóla. Amma saum­aði einu sinni jóla­kjóla á mig og syst­ur mína og ég grét á jól­un­um yf­ir að þurfa að klæð­ast kjól, fimm ára göm­ul. Kannski er ég að jafna þetta út núna,“seg­ir hún og hlær. sol­[email protected] Þeir sem vilja skoða kjóla Ás­dís­ar geta far­ið á

ÞRIÐJUDAGS­KJÓLL Hér er kjóll­inn sem Ás­dís klædd­ist á þriðju­dag­inn en hann keypti hún í Gyllta kett­in­um.

VIÐ HÚS NÁGRANNAKO­NU Kjóll­inn var inn­ar­lega í skápn­um. Á BÍLASTÆÐI Kjóll úr Spútnik.

Í GARÐINUM Kjóll keypt­ur í Rauðakross­búð í London.

Á BÓKASAFNI Kjóll­inn er úr Kjól­um og kon­fekti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.