TAGL Í ÖLL­UM HÆÐUM

Tagl­ið er alltaf klass­ísk greiðsla sem auð­velt er að skella í. Það fer eft­ir duttl­ung­um tísku­spek­úl­anta í hvaða hæð tagl­ið á að vera en mið­að er við þrjár mis­mun­andi út­gáf­ur sem hver hef­ur sína kosti.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Tísk­an í dag leyf­ir nán­ast allt og á tísku­sýn­ing­um fyr­ir vor­ið 2015 sáust all­ar út­gáf­ur þannig að nú er bara að velja þá gerð tagls­ins sem hent­ar best hverju sinni.

Þessi greiðsla get­ur bæði geng­ið hvers­dags og við fín til­efni en hún er létt og frjáls­leg. Greiðsl­an er ekki áber­andi þannig að hún dreg­ur ekki at­hygli til sín. Hvers­dags hent­ar bet­ur að hafa tagl­ið laust og láta hár­ið falla frjálst í kring­um and­lit­ið. Þeg­ar greiðsl­an er not­uð við há­tíð­legri til­efni ætti að sleikja hár­ið allt vel aft­ur í tagl­ið og festa það vel. Skipt­ing­in á hár­inu ætti að vera rétt, öðr­um hvor­um meg­in við miðju.

Þessi út­gáfa gef­ur stelpu­legra yf­ir­bragð. Þeg­ar tagl­ið er stað­sett á miðju, aft­an­verðu höfð­inu hreyf­ist hár­ið mest. Það er einnig í beinni línu við aug­un sem gef­ur and­lit­inu nátt­úru­lega upp­lyft­ingu og læt­ur kon­una virð­ast yngri.

Þetta er pönk­að­asta tagl­ið. Það ætti að stað­setja efst á hvirfl­in­um þar sem hár­ið skipt­ist á nátt­úru­leg­an hátt. Til þess að forð­ast að líta út fyr­ir að vera á leið­inni í rækt­ina með þessa greiðslu ætti alltaf að greiða það slétt aft­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.