GOTT Í SKAMMDEGIN­U

GÓÐ HEILSA KYNNIR D-víta­mín­ið frá Dynamic Health hef­ur sleg­ið í gegn enda kröft­ug­ur safi sem hent­ar vel öll­um aldri, ekki síst yngstu kyn­slóð­inni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Versl­un­in Góð heilsa býð­ur upp eitt lands­ins mesta úr­val víta­mína og fæðu­bót­ar­efna auk fjöl­breytts úr­vals sér­vara fyr­ir græn­met­isæt­ur og þeirra sem kjósa glút­en- og mjólk­ur­laus­ar vör­ur. Nú þeg­ar vet­ur er geng­inn í garð er runn­inn upp sá tími þeg­ar Ís­lend­ing­ar þurfa að auka inn­töku D-víta­míns að sögn Ás­laug­ar Sifjar Guð­jóns­dótt­ur, versl­un­ar­stjóra hjá Góðri heilsu. „Við höf­um orð­ið vör við mikla ánægju með D-víta­mín­ið frá Dynamic Health. Þetta er kröft­ug saft sem gef­ur 4000IU af D-víta­míni í hverj­um skammti. Bland­an er bragð­góð og hent­ar því vel fyr­ir alla ald­urs­hópa, ekki síst hjá yngstu kyn­slóð­inni þar sem hún er mjög vin­sæl.“

Að sögn Ás­laug­ar er D-víta­mín mjög mik­il­vægt fyr­ir líkamann, með­al ann­ars efl­ir það ónæmis­kerf­ið, styrk­ir liði og bein og eyk­ur varn­ir gegn krabba­meini og sýk­ing­um. „Það er erfitt að taka upp mik­ið magn af D-víta­míni í gegn­um fæðu. Helsta upp­spretta þess kem­ur úr húð­inni er hún kemst í snert­ingu við sól­ar­ljós. Því er gott að auka inn­töku þess yf­ir vetr­ar­mán­uð­ina hér á Íslandi þeg­ar sól­in lækk­ar á lofti.“

Ár­ið 2013 var D-víta­mín­ið frá Dynamic Health sölu­hæsta var­an hjá Góðri heilsu og ekki að ástæðu­lausu. „Til okk­ar koma reglu­lega við­skipta­vin­ir með til­mæli frá lækn­um eft­ir blóð­pruf­ur um að D-víta­mín hjá þeim sé of lágt. Þá bend­um við hik­laust á fljót­andi víta­mín­ið frá Dynamic Health, enda kem­ur fólk iðu­lega aft­ur hæst­ánægt með hærri gildi úr blóð­pruf­um og bið­ur um meira D-víta­mín.“

Ás­laug bend­ir á að við fram­leiðslu Dynamic Health séu græn­met­isæt­ur sér­stak­lega hafð­ar í huga. „Víta­mín­ið er í raun græn­met­is­blanda og við hæfi flestra. Það sama á ekki við um al­menn pillu­hylki sem unn­in eru úr gelat­íni sem er oft­ast gert úr svínsk­lauf­um.“

Auk D-víta­míns­ins fram­leið­ir Dynamic Health fjöld­ann all­an af fljót­andi bæti­efn­um, með­al ann­ars asíd­ófílus­gerla, C-víta­mín, noni-safa, acai-safa, augn­formúlu og fleiri vör­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.