DREKAR, UPPVAKNING­AR OG STÓRHÆTTUL­EGIR HEIMAR

FORLAGIÐ KYNNIR Bræð­urn­ir Guðni Lín­dal og Æv­ar Þór halda sam­eig­in­legt út­gáfu­hóf í Ey­munds­son í Kr­ingl­unni í dag.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Bræð­urn­ir Guðni Lín­dal og Æv­ar Þór Bene­dikts­syn­ir gáfu báð­ir ný­lega út barna­bæk­ur og ætla að bjóða lands­mönn­um í ein­stakt út­gáfu­hóf í bóka­búð­inni Ey­munds­son í Kr­ingl­unni í dag milli kl. 14 og 15. Guðni Lín-dal send­ir frá sér bók­in­ana Ótrú­leg æv­in­týri afa – Leit­in að Blóð­ey, sem ný­lega hlaut Ís­lensku barna­bóka­verð­laun­in og Æv­ar Þór send­ir frá sér bók­ina Þín eig­in þjóð­saga sem nú trón­ir á toppi barna­bókalista For­lags­ins.

Báð­ir voru þeir mikl­ir bóka­orm­ar sem börn að eig­in sögn og byrj­uðu snemma að semja ýms­ar sög­ur heima í sveit­inni. Guðni seg­ir áhug­ann lík­lega hafa sprott­ið af því að þurfa að hafa of­an af fyr­ir sjálf­um sér. „Sjón­varp og bæk­ur voru virki­lega heill­andi fyr­ir okk­ur og ég ákvað mjög snemma að ég myndi vilja vinna við eitt­hvað tengt skap­andi miðl­um.“Æv­ar bæt­ir við að for­eldr­ar þeirra hafi alltaf ver­ið dug­leg­ir að gauka að þeim bók­um og segja þeim sög­ur. „Þeg­ar ég var 17 ára kynnt­ist ég Þor­valdi Þor­steins­syni rit­höf­undi og lista­manni og eft­ir langt og gott spjall spurði hann mig hvort mér hefði ein­hvern tím­ann dott­ið í hug að skrifa. Það kveikti á höf­und­in­um í mér fyr­ir al­vöru og síð­an þá hef ég eig­in­lega ekki stopp­að.“Í bók Ævars ræð­ur les­and­inn sjálf­ur hvað ger­ist með því að fletta fram og til baka og ákveða hvað sögu­hetj­an ger­ir. „Ég flétta heim ís­lensku þjóð­sagn-anna í bók-kina vegna þess að þar­ar eertu með kvkvik­indi ogg kak­arakt­erera sem allall­ir þekkja. ÞeÞetta er heheim­ur sem er stó­stór­hættu­leguleg­ur sem er bbæði spennandi fyr­ir les­and­ann og höf­und­inn.“Hann seg­ir að mörg­um krökk­um finn­ist bæk­ur ekki lengur spennandi og þetta form sé ein­stakt tæki­færi til að kveikja áhuga þeirra aft­ur. „Hvern hef­ur ekki lang­að til að glíma við Lag­ar­fljótsorm­inn eða fylgj­ast með upp­vakn­ing­um rísa úr gröf sinni? Þarna ertu með ís­lensku jóla­svein­ana eins og þeir ger­ast verst­ir og stór­hættu­leg­ar ís­lensk­ar haf­meyj­ur. Þú ræð­ur hvort þú ætl­ar að hjálpa þeim eða jafn­vel skemma fyr­ir þeim.“Bók Guðna seg­ir hins veg­ar frá afa sem sest við rúm­stokk­inn hjá barna­barn­inu sem neit­ar að fara að sofa. „Hann ákveð­ur að deila með barn­inu þess­ari „sönnu“sögu frá yngri ár­um sín­um þeg­ar hann barð­ist við dreka og óvætt­ir til að finna ömmu. Sag­an er mjög lif­andi því barn­barn­ið er sí­fellt að grípa iinn í og spyrja spurni­inga og þá þarf afi að hhaga frá­sögn­inni eft­ir þþví. Pabbi okk­ar var aalltaf dug­leg­ur að segja okokk­ur systkin­un­um sösög­ur þeg­ar við vor­um lít­lít­il. Flest­ar voru þær bú­bún­ar til á staðn­um og fyl­fylgdu ekki hefð­bundnum­um regl­um í sagna­gerð. ÞetÞetta blund­aði í mér í rúmrúma tvo ára­tugi þar til ég áákvað loks­ins að prufa mig áfram með þenn­an sagna­stíl.“Bræð­urn­ir munu lesa upp úr bók­um sín­um í dag auk þess sem boð­ið verð­ur upp á þjóð­leg­ar veit­ing­ar; harð­fisk, pip­ar­kök­ur, flat­brauð með hangi­kjöti og malt og app­el­sín. Fyrstu þrír af­arn­ir sem koma og heilsa upp á Guðna fá fría bók og fyrstu þrír sem koma í lopa­peysu fá fría bók frá Ævari. „Svo verð­ur boð­ið upp á happ­drætti þar sem bæk­urn­ar verða í verð­laun þannig að þetta verð­ur mik­ið stuð og bara gam­an. Við hvetj­um alla til að mæta, það er ekk­ert víst að þetta ger­ist aft­ur.“

MYND/ÚR EINKASAFNI

SKAP­ANDI BRÆЭUR Æv­ar Þór og Guðni Lín­dal halda sam­eig­in­legt út­gáfu­hóf í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.