LOF OG LAST UM ÍSLAND

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

MÁLÞING Fé­lag um átjándu ald­ar fræði held­ur málþing und­ir yf­ir­skrift­inni „Lof og last um Ísland og Ís­lend­inga á átjándu og nítj­ándu öld,“í fyr­ir­lestr­ar­sal á 2. hæð í Þjóð­ar­bók­hlöð­unni. Flutt verða fjög­ur er­indi. Sumarliði R. Ís­leifs­son, doktor í sagn­fræði, flyt­ur er­ind­ið Sið­laus­ir villi­menn eða mennt­að­ir fræða­þul­ir? Ímynd­ir Ís­lands á 18. öld. Krist­ín Braga­dótt­ir, doktorsnem­i í sagn­fræði, held­ur töl­una Ljós og lit­ir í norðr­inu: Will­ard Fiske á Íslandi 1879. Már Jóns­son, pró­fess­or í sagn­fræði, flyt­ur er­ind­ið Sann­leikskorn í Ís­lands­lýs­ingu Johanns And­er­sons frá 1746. Að lok­um flyt­ur Bald­ur Hafstað, doktor í ís­lensk­um bók­mennt­um, er­ind­ið Konrad Maurer: já­kvæð­ur gagn­rýn­andi. All­ir eru vel­komn­ir og boð­ið verð­ur upp á veit­ing­ar í hléi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.