HUMMUS ER GÓЭUR KOST­UR

SÓMI KYNNIR Hummus er frá­bært sem álegg, ídýfa og með­læti. Upp­lagt til að auka hlut græn­met­is í mataræði og er að auki glút­en-, mjólk­ur- og eggja­laust.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Alda­löng hefð er fyr­ir hummus í Mið-Aust­ur­lönd­um og er það hluti af Mið­jarð­ar­hafs­mataræði sem marg­ir telja vera mjög heilsu­sam­legt,“seg­ir Lauf­ey Sig­urð­ar­dótt­ir nær­ing­ar­rekstr­ar­fræð­ing­ur.

Sómi setti hummus á mark­að fyr­ir um tveim­ur ár­um og hafa vin­sæld­ir þess far­ið sí­vax­andi á þess­um tíma. „Hummus er að mestu úr kjúk­linga­baun­um, þær eru mauk­að­ar og bland­að við þær tahini, sem er mauk úr ses­am­fræj­um, sól­þurrk­uð­um tómöt­um, sítr­ónusafa og ólífu­olíu,“lýs­ir Lauf­ey. Hún seg­ir hummus því góð­an val­kost. „Í humm­usi er prótein, kalk og einó­mett­að­ar fitu­sýr­ur. Þá er það einnig glút­en­laust, hnetu­laust, án eggja og mjólk­ur­vara.“

Lauf­ey seg­ir hummus upp­lagt fyr­ir þá sem vilja auka hlut græn­met­is í mataræð­inu. Þá sé hummus einnig af­ar fínn prótein­gjafi fyr­ir græn­met­isæt­ur. Hummus er mjög bragð­gott og gef­ur ýmsa mögu­leika. „Al­geng­ast er að nota það of­an á brauð,“seg­ir Lauf­ey og mæl­ir með því að smyrja humm­usi á tvær gróf­ar brauð­sneið­ar, setja ferska papriku og sal­at­blöð á milli. Þá má nota hummus í æði margt ann­að. Lauf­ey nefn­ir sem dæmi að hummus sé mjög fín ídýfa með gul­rót­um, kexi eða hverju sem er. „Hummus má líka nota í vefj­ur og svo er það mjög góð­ur prótein­gjafi í sal­at­bakk­an­um og fínt að skipta út til dæm­is kjúk­lingn­um fyr­ir hummus.“Verð­ið á hummus frá Sóma er mjög sam­bæri­legt við önn­ur salöt frá fyr­ir­tæk­inu. „Hummus er framúrsk­ar­andi val­kost­ur í skóla­nest­ið, í vinn­una eða göngu­ferð­ina.“

GOTT ÁLEGG

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.