NOTAÐI VETRARFRÍI­Ð TIL AÐ PRJÓNA SLAUFUR

LISTA­MAЭUR Elías Berg­mann Val­geirs­son er fimmtán ára nem­andi í tí­unda bekk við Ás­lands­skóla í Hafnar­firði. Þeg­ar hann er ekki að læra sit­ur hann og prjón­ar slaufur í öll­um regn­bog­ans lit­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Elías er upp­al­inn í Hafnar­firði en þeg­ar fað­ir hans, Val­geir Berg­mann Magnús­son, fékk vinnu við Vaðla­heið­ar­göng flutti fjöl­skyld­an norð­ur á Akur­eyri. Elías ákvað að klára tí­unda bekk­inn í Hafnar­firði og býr því hjá frænku sinni. Hann var þó í vetr­ar­fríi heima á Akur­eyri þeg­ar blaða­mað­ur náði tali af hon­um og hafði prjón­að all­nokkr­ar slaufur.

Elías hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir slaufu­gerð­ina, síð­ast í Ás­lands­skóla þar sem nem­end­ur söfn­uðu fyr­ir út­skrift­ar­ferð með ýms­um hætti. Hann seldi slauf­urn­ar sín­ar sem hann prjón­ar úr ull­arog akrýlgarni. Slauf­urn­ar eru í öll­um mögu­leg­um lit­um og hægt að panta sér upp­á­halds­lit­inn. Vel gekk að safna fyr­ir ferð­inni.

SUMARVINNA­N

Það er ekki langt síð­an hann byrj­aði að gera slaufur. Hug­mynd­in kvikn­aði í júlí í sum­ar en þá hafði Elías ekki feng­ið neina vinnu. Hann sat fyr­ir ut­an Ey­munds­son á Akur­eyri og prjón­aði slaufur af krafti sem ferða­menn féllu fyr­ir. Slauf­urn­ar eru ódýr­ar og mest­ur hluti ágóð­ans fer í efnis­kaup.

„Báð­ar ömm­ur mín­ar kenndu mér að prjóna þeg­ar ég var 8 ára. Mér hef­ur alltaf þótt þetta skemmti­legt. Ég hef prjón­að bæði húf­ur og trefla en nú eru það slauf­urn­ar,“seg­ir Elías. „Ég hef ver­ið að nota vetrarfríi­ð til að prjóna, það er ágætt að eiga lag­er fyr­ir jól­in,“seg­ir stráksi. „Ég von­ast til að selja ein­hverj­ar í jólapakk­ana. Mig lang­ar til að út­búa fal­leg­ar um­búð­ir ut­an um þær. Fólk get­ur skoð­að slauf­urn­ar á Face­book-síð­unni minni Slaufu­smiðj­an,“seg­ir Elías, sem vakti sér­staka at­hygli er­lendra ferða­manna á Akur­eyri í sum­ar fyr­ir prjóna­skap­inn.

SAFNAR FYR­IR BÍL

„Mér finnst mjög skemmti­legt að prjóna slauf­urn­ar og er orð­inn fljót­ur með hverja og eina. Ég nota síð­an buxnateygj­u sem ég klippi til og set tölu á end­ann. Það má lengja í teygj­unni eft­ir því sem þarf,“út­skýr­ir Elías sem lang­ar til að safna sér fyr­ir bíl, enda stytt­ist í bíl­próf­ið. Hann seg­ist vera orð­inn svo þjálf­að­ur í prjóna­skapn­um að hann get­ur horft á sjón­varp og prjón­að um leið. „Ég reyni samt að vanda mig eins og ég get. Ég vil hafa slauf­urn­ar vel prjón­að­ar.“

Elías seg­ist hafa gam­an af allri list og hef­ur gam­an af því að skoða mynd­list. Hug­ur­inn stend­ur þó ekki til list­sköp­un­ar í fram­tíð­inni því hann ætl­ar að verða verk­fræð­ing­ur. „Ég er samt ekki bú­inn að ákveða hvort ég fari í mennta­skóla hér á Akur­eyri eða í Reykja­vík,“seg­ir þessi vinnu­sami strák­ur.

MYNDIR/AUÐUNN AKUR­EYRI

ATORKUSAMU­R Elías sit­ur við og prjón­ar. Hann ætl­ar að eiga nóg fyr­ir jól­in.

ÚR­VAL Hér má sjá að slauf­urn­ar eru í öll­um lit­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.