FÖT FRÁ MADONNU Á UPPBOÐI

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Icons & Idols í Los Ang­eles sel­ur hluti sem hafa ver­ið í eigu stór­stjarna. Í byrj­un nóv­em­ber verða föt og fylgi­hlut­ir sem ver­ið hafa í eigu Madonnu boðn­ir upp. Þar er bæði um að ræða fatn­að sem hún hef­ur not­að á tón­leika­ferða­lög­um og í bíó­mynd­um, til dæm­is Evitu frá ár­inu 1996. Einnig föt­in sem hún klædd­ist í mynd­bandi við lag­ið Ma­ter­ial girl ár­ið 1984. Þá er í boði brúð­ar­kjóll sem hún klædd­ist þeg­ar hún gift­ist leik­ar- an­um Se­an Penn ár­ið 1985. Reikn­að er með að upp­boð­ið muni skila söng­kon­unni millj­ón­um. Upp­boðs­hús­ið Icons & Idols er með ótrú­legt safn hluta frá fræg­um per­són­um og má þar nefna klæðn­að frá Beyoncé og La­dy Gaga. Einnig er safn hljóð­færa en þar á með­al er fræg­ur gít­ar frá Da­vid Bowie. Þarna er einnig safn þar sem gef­ur að líta gripi úr eigu Mari­lyn Mon­roe, Johns Lennon, El­vis Presley og fleiri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.