ÓDAUÐLEG LIST Á FÖGRUM FLÍKUM

TÍSKA Greta Engil­berts er barna­barn list­mál­ar­ans þekkta Jóns Engil­berts. Hún vill halda nafni hans á lofti og koma list hans til al­þýð­unn­ar. Hún hef­ur því hann­að fal­lega klúta og buff með verk­um afa síns áprent­uð­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Greta Engil­berts er dótt­ur­dótt­ir Jóns Engil­berts lista­manns og hef­ur nú gef­ið verk­um hans nýtt líf með því að prenta þau á flík­ur og púða. „Mig lang­aði að leyfa list hans að lifa áfram og leyfa sem flest­um að njóta þeirra. Mál­verk eru dýr og venju­legt fólk hef­ur oft ekki ráð á að fjár­festa í þeim. Þess vegna fór ég þessa leið til að koma list­inni til al­þýð­unn­ar, ef svo má segja,“seg­ir Greta og bros­ir.

Hún og sam­býl­is­mað­ur henn­ar, Hjört­ur Sól­rún­ar­son, reka sam­an hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Engil­berts hönn­un og fram­leiða klút­ana og buff­in und­ir því merki auk þess sem þau hanna hús­gögn. „Við Hjört­ur byrj­uð­um sam­an fyr­ir tveim­ur ár­um og þá byrj­aði hönn­un­in að blómstra. Hann er tón­list­ar­mað­ur og hönn­uð­ur og ég hef alltaf haft áhuga á inn­an­húss­hönn­un og ann­arri hönn­un. Í upp­hafi hönn­uð­um við bekki og kolla úr ís­lensku geita­skinni og viði úr Hall­orms­staða­skógi. Á þessu ári fór­um við að bæta klút­un­um, buff­un­um og púð­um við hönn­un okk­ar og not­uð­um við lista­verk Jóns Engil­berts í mynstr­in á vör­un­um.“

Jón Engil­berts dó ár­ið 1972, þá að­eins 63 ára að aldri. Greta seg­ist hafa feng­ið hvatn­ingu frá fólki sem teng­ist lista­heim­in­um til að koma afa sín­um aft­ur á kort­ið. „Það eru að vaxa úr grasi nýj­ar kyn­slóð­ir sem þekkja ekk­ert til verka hans þrátt fyr­ir að á sín­um tíma hafi hann ver­ið mjög þekkt­ur. Það hanga verk eft­ir hann á mörg­um ís­lensk­um söfn­um og einnig á söfn­um á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hann skap­aði nán­ast ódauðleg verk en þrátt fyr­ir það hafa þau ekk­ert ver­ið uppi á borð­um síð­ustu ár. Það er fyrst og fremst þess vegna sem ég er að gera þetta, til að kynna list­ina hans og koma hon­um á fram­færi á ný,“út­skýr­ir Greta.

Þau hjóna­leys­in eru alls ekki hætt að hanna fal­lega hluti og eru vænt­an­leg­ir frá þeim kím­onó­ar með áprent­uð­um lista­verk­um. „Þeir koma mjög vel út og fara fljót­lega í sölu. Við ger­um að­eins fimmtán kím­onóa með þessu ákveðna verki. Svo get­ur ver­ið að við bæt­um fleir­um við með öðr­um verk­um. Afi var mjög af­kasta­mik­ill og mörg verk sem liggja eft­ir hann þannig að af nægu er að taka.“

PRENTAR Á FLÍK­UR Afi Gretu Engil­berts er lista­mað­ur­inn Jón Engil­berts og á hún höf­und­ar­rétt­inn að verk­um hans þannig að hún hef­ur leyfi til að vinna með þau. Hún hef­ur nú hann­að vör­ur þar sem lista­verk hans eru not­uð í mynstr­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.