BARNVÆN HEIM­ILI

ATC KYNNIR For­gangs­verk­efni allra for­eldra er að vernda barn sitt á heim­il­inu. Örygg­is­vör­urn­ar frá Dream Ba­by ein­falda það verk­efni til muna.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

ryggi barna er leið­ar­ljós fram­leið­and­ans Dream Ba­by sem býð­ur upp á úr­val ör­ygg­is­hliða og ýms­ar lausn­ir til að vernda börn fyr­ir slys­um í heima­hús­um,“seg­ir Erla Ein­ars­dótt­ir hjá Arctic Tra­ding Comp­any (ATC).

Nú njóta vin­sælda út­dreg­in hlið frá Dream Ba­by sem tek­ið hef­ur ver­ið fagn­andi af for­eldr­um og sér­fræð­ing­um um ör­ygg­is­mál.

„Hlið­in eru ein­stak­lega létt, end­ing­ar­góð og auð­veld í upp­setn­ingu. Þau eru fyr­ir­ferð­ar­lít­il, rúll­ast upp þeg­ar þau eru ekki í notk­un og taka því ekki óþarfa pláss á heim­il­inu,“seg­ir Erla.

Auð­velt er að koma út­dregnu hliði fyr­ir á tveim­ur stöð­um inn­an heim­il­is­ins því hlið­in eru hönn­uð með tvenns kon­ar fest­ing­um og passa í hurð­arop sem eru allt að 140 senti­metr­ar á breidd.

„Út­dregnu hlið­in frá Dream Ba­by eru marg­verð­laun­uð og hafa með­al ann­ars unn­ið iPar­ent­ing Media Aw­ard auk verð­launa vef­síð­unn­ar pt­pa­media.com þar sem hlið­in voru próf­uð og sam­þykkt af for­ráða­mönn­um barna og sér­fræð­ing­um.“

Auk út­dreg­inna hliða fram­leið­ir Dream Ba­by hefð­bund­in ör­ygg­is­hlið í tveim­ur hæð­um (75 sm og 100 sm) og breidd­inni 71 til 82 senti­metr­ar. Þá er hægt að kaupa fram­leng­ing­ar á hlið­in sem geta auk­ið breidd­ina upp í 190 senti­metra.

„Frá Dream Ba­by eru líka til fjöl­marg­ar gerð­ir af skápa- og skúffu­læs­ing­um, gúmmím­ott­ur í bað­ið, gard­ínu­og raf­magns­snúrustytt­ar, flat­skjás- og hillu­fest­ing­ar, baðsæti og fjöl­margt fleira til að tryggja ör­yggi barna,“seg­ir Erla um brot af ör­ygg­is­bún­aði Dream Ba­by.

„Í boði eru marg­ar gerð­ir gardína í bíla, spegl­ar til að for­eldr­ar eigi auð­veld­ara með að fylgj­ast með barni sínu í bíln­um og bumbu­belti til að vernda ófædd kríli í móð­urkviði.“

Hefð­bund­in ör­ygg­is­hlið eru sjálflok­andi og fást í svörtu, hvítu og stáli. Út­dreg­in hlið fást í svörtu og hvítu.

DRAUMABÖRN Barn­ið get­ur leik­ið sér frjálst og ör­uggt heima með ör­ygg­is­bún­aði Dream Ba­by.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.